Ekkert að marka tal um samstarf þvert á flokka og um aukin völd þingsins!

Ég las áramótagrein formanns "Róttæka sósialistaflokksins",sem veitir stjórninni forstöðu í trausti þess,að ég mundi sjá hvað þessi "róttæki" flokkur ætlaði að gera til þess að bæta hag þeirra verst stöddu í samfélaginu.En ég fann ekkert.Það var ekkert að finna.Í staðinn sá ég alls konar beinar og óbeinar afsakanir fyrir því að vinna með "höfuðandstæðingnum" Sjálfstæðisflokknum. Ég sá eftirfarandi:"Sjaldan hefur það (Því) verið mikilvægara að sýna fram á að það er hægt að taka tillit til ólíkra sjónarmiða,miðla málum og vinna samhent að sameiginlegum markmiðum,þvert á flokka,samfélaginu öllu til heilla". Þetta er ágætur rökstuðningur fyrir því að vinna með Sjálfstæðisflokknum.Og um leið er það rökstuðningur fyrir því að gera ekkert til þess að bæta hag launamanna og lífeyrisþega.Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki áhuga á því.En flokkurinn villdi lækka veiðigjöldin um 4 milljarða og það var keyrt gegnum þingið á methraða.
Allt blaðrið um aukin völd þingsins og aukið samráð við stjórnarandstöðuna er bull. Stjórnarflokkarnir meina ekkert með- þessu tali,forustuflokkurinn meinar ekkert með því.Það er gert þveröfugt.Tilvitnunin hér að ofan um nauðsyn þess að vinna þvert á flokka og að taka tillit til ólíkra sjónarmiða er innantómt blaður sem engin meining er á bak við. -Sigmundur Davíð hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í kryddsíldinni,að ólíkir flokkar yst frá hægri til vinstri hefðu myndað stjórn um að gera ekki neitt!.
 
Björgvin Guðmundsson

 


Er málfrelsi á Íslandi?

Í stjórnarsáttmálanum segir,að efla eigi Alþingi og auka samstarf milli stjórnar og stjórnarandstöðu.Ekkert hefur verið gert í þessu efni nema síður sé.Reynsla stjórnarandstöðunnar er sú,að frekar hafi verið farið í öfuga átt í þessu efni.Í Kryddsíld í dag skýrði Logi Einarsson formaður Samfylkingar frá því,að tillaga Samfylkingar um að auka fjárveitingar til heilbrigðisstofnana úti á landi hefði verið felld.En nokkru síðar og eftir að þingið hafði lokið störfum tilkynnti heilbrigðisráðherra að hann hefði ákveðið að láta heilbrigðisstofnanir úti á landi fá rúmlega 500 millj kr viðbótarfjárveitingu; ráðherra fór framhjá þinginu með tilmálið!Alþingi fer með fjárveitingavaldið. Ekki var það til þess að efla Alþingi eða auka veg þess.Og ekki var það til þess að auka samstarf við stjórnarandstöðuna að hundsa bæði þing og stjórnarandstöðuflokk í málinu- Talsmaður þess að auka veg þingsins,KJ,snéri út úr málinu í Kryddsíld og sagði,að Samfylkingin ætti að gleðjast yfir aukinni fjárveitingu til heilbrigðisstofnana úti á landi!-Áhuginn á að bæta samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu er ekki meiri en svo,að fjármálaráðherra hældi sér af því að hafa fellt allar tillögur stjórnarandstöðunnar við fjárlögin á alþingi.

Í Kryddsíld í dag sagði Katrín Jakobsdóttir að á Íslandi mættu menn tala ( það væri málfrelsi) En er það svo.Ég hef áður sagt frá því,að ritfrelsi var heft þegar undirskriftasöfnun til hagsbóta fyrir aldraða var undirbúin. Og Facebook stöðvar hvað eftir annað   gagnrýni á ríkisstjórnina,sem skrifuð er á Facebook.Það er því alls ekki fullt málfrelsi á Íslandi.

  Björgvin Guðmundsson 

 

 


Hafa skipt um hlutverk: Styrmir óánægður með misskiptingu í þjóðfélaginu en Ka trín ekki!!

 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins voru gestir Kristjáns Kristjánsssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun.Það,sem mér fannst athyglisvert  við málflutning gestanna var það,að Styrmir Gunnarsson sagði,að það væri mikil undiralda í þjóðfélaginu í dag og sterk tilfinning fyrir því,að misskipting í þjóðfélaginu væri að stóraukast en Katrín gaf til  kynn,að allt væri í góðu lagi í þjóðfélaginu.Þannig höfðu orðið greinileg hlutverkaskipti.Gamla kempan,sem stjórnaði Mbl og var einn af framámönnum Sjálfstæðisflokksins predikaði að draga þyrfti úr misskiptingu í þjóðfélaginu og sagði ,að hún mætti ekki vera of mikil en Katrín boðaði óbreytt ástand,taldi allt í góðu lagi.Þetta er  dæmigert fyrir ástandið í stjórnmálunum í dag.“Vinstri flokkur“ sprottinn upp úr tveimur verkalýðsflokkum er orðinn boðberi íhaldssjónarmiða og berst gegn launahækkun láglaunafólks og gegn hækkun lífeyris lægst launuðu aldraðra og öryrkja en gömul íhaldskempa af Morgunblaðinu varar við misskiptingu í þjóðfélaginu og heldur fram róttækum sjónarmiðum. 

Styrmir sagi,að VG hefði ekki náið samstarf við verkalýðshreyfinguna í dag eins og verkalýðsflokkarnir hefðu átt hér áður.Styrmir sagðist hafa kynnst nokkrum verkalýðsleiðtogum vel hér áður,eins og Birni Jónssyni og Hannibal Valdimarssyni.Hann hefði komist að því að þessir menn hefðu verið einlægir verkalýðssinnar,sem hefðu verið að vinna gegn fátækt.Og hvað er athugavert við það,spurði Styrmir.“Við erum allir komnir af fátæku fólki“.

Björgvin Guðmundsson


Stjórnmálin brugðust 2018; Alþingi brást!

 
Í dag er næst síðasti dagur ársins.Í stefnuskrá VG fyrir alþingiskosningarnar 2017 sagði,að hækka ætti lífeyri aldraðra.Í samræmi við það hefði ég búist við að þegar VG hafði sest í ríkisstjórn og fengið forsætisráðherrann yrði það fyrsta verk stjórnarinnar að hækka lífeyri aldraðra strax í desember 2017.En nei svo varð ekki.En það sem verra er: Stjórn VG hefur ekki hækkað lífeyri aldraðra um eins krónu að eigin frumkvæði allan þann tíma,sem flokkurinn hefur verið við völd,í rúmt eitt ár.Allt árið,sem verður á enda á morgun,hefur VG ekki hækkað lífeyri aldraðra né lífeyri öryrkja neitt að eigin frumkvæði.Loforðið um að hækka lífeyri hefur verið rækilega svikið."Róttæki sósailistaflokkurinn" með rætur í tveimur verkalýðsflokkum reyndist nákvæmlega eins og íhaldsflokkarnir tveir,sem hann settist í stjórn með,íhald og framsókn.VG reyndist jafnvel verri en íhaldsflokkarnir tveir.Allt ´árið hefur verið níðst á öldruðum og öryrkjum í kjaramálum og það á að halda því áfram 2019. Árið,sem er að kveðja er ár vonbrigða fyrir íslensk stjórnmál.Stjórnmálin hafa brugðist,flokkarnir hafa brugðist,alþingi hefur brugðist. Bruðl og spilling á alþingi er yfirgengileg.Klausturmálið afhjúpar síðan,að innræti margra þingmanna er slíkt,að þeir eiga ekkert erindi inn á alþingi.
 
 
Björgvin Guðmundsson

Bréf til Ómars Sigurðssonar!

 

 Árið 2008 lagði Jóhanna Sigurðardóttir,þá félagsmálaráðherra,til í samráði við Alþýðusamband Íslands og aðra aðila vinnumarkaðarins,að tekin yrði upp afkomutrygging eða lágmarksframfærsluviðmið fyrir öryrkja.Þetta náði fram að ganga og var talin góð kjarabót og framför fyrir öryrkja.Ég vil því spyrja þig um eftirfarandi og óska eftir heiðarlegu svari:Varstu fylgjandi þessari breytingu,þ.e. að tekið væri upp lágmarksframfærsluviðmið fyrir öryrkja? Telurðu,að þetta hafi verið rétt skref og verið til hagsbóta fyrir öryrkja? Með heiðarlegu svari á ég við að þú svarir spurningum mínum án útúrsnúninga.Það eina sem ég fer fram á er,að þú svarir því hvort þú hafir verið fylgjandi þessari breytingu 2008 og/eða teljir í dag,að breytingin hafi verið rétt 2008 og til hagsbóta fyrir öryrkja.
Varðandi krónu móti krónu skerðingu: Ég hef gagnrýnt skerðinguna og svik Framsóknar,íhalds og síðar VG við að afnema skerðinguna.Fáir hafa gagnrýnt þessa skerðingu meira en ég; hef gert það í blaðagreinum og hér á Facebook.Ég hef ekki séð mikla gagnrýni frá þér á þessa skerðingu.Kannski hefur hún farið framhjá mér!
 
Björgvin Guðmundsson

Er 235 þús kr eftir skatt á mán of mikið fyrir verkafólk?

Hvernig stendur á því,að "Róttæki sósialistaflokkurinn" sem leiðir ríkisstjórnina skuli leggjast gegn því,að lágmarkslaun verkafólks skuli leiðrétt,þegar allir þingmenn flokksins hafa fengið himinháar launahækkanir,70% hækkun frá ársbyrjun 2015; hækkun upp á 455 þúsund á mánuði og launin komin í 1,1 milljón fyrir skatt.Auk þess hafa þingmenn alls konar aukagreiðslur,akstursstyrki,ferðastyrki,skrifstofustyrki,háa dagpeninga í utanferðum o.s.frv. Verkafólk hefur engar aukagreiðslur. Lágmarkslaun verkamanna eru nú 235 þús kr eftir skatt.Það eru launin sem formaður "róttæka sósialistaflokksins" veit ekki hvort er svigrúm til þess að hækka!Einhvern tímann hefði flokkur hennar ekki verið í vafa um að það þyrfti að hækka þessi lúsarlaun.Sósialistaflokkurinn og Alþýðubandalagið,sem flokkur KJ er sprottinn úr hefðu ekki verið í vandræðum með að ákveða hvort hækka þyrfti lúsarlaunin.En það eru breyttir tímar. Nú er mikilvægara að halda ráðherrastólum en að bæta kjör lægst launuðu verkamanna,og lægst launuðu aldraðra og öryrkja.Allir þessir aðilar eru "gleymdir".

Björgvin Guðmundsson


Aldraðir fá 6 þús kr 2019; dugar ekki fyrir verðbólgunni!

Tryggingastofnun hefur birt upphæðir lífeyris árið 2019.Lífeyrir aldraðra og öryrkja á að hækka um 3,6%.Sú hækkun heldur ekki í við verðbólguna,þar eð verðbólgan verður 4% næsta ár,a.m.k.

 Lífeyrir aldraðra eftir skatt er í dag 243 þús kr. á mánuði hjá einhleypum.Sú upphæð hækkar í 249 þúsund á mánuði eftir skatt.M.ö.o: Eftir að í ljós er komið,að stjórn KJ  hefur ekki hækkað lífeyri um eina einustu krónu allt árið, sem er senn á enda, tilkynnir Tryggingastofnun, að lífeyrir  aldraðra eftir skatt eigi að hækka um   6 þúsund kr á mánuði (3,6%).Þessi hækkun nær ekki einu sinni aukningu verðbólgunnar en hún verður 4%.

Björgvin Guðmundsson                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                      


SANNGJÖRN LAUNAKRAFA

Krafa verkalýðsins: Laun hækki upp í

neysluviðmið

velferðarráðuneytis.

 

Lágmark.


Sök stjórnar,að atvinnurekendur bjóða ekkert!

Samningar verkalýðshreyfingarinnar við atvinnurekendur á almennum vinnumarkaði renna út um áramót en atvinnurekendur hafa samt ekki boðið eitt einasta prósent í kauphækkun.Ég tel það að miklu leyti sök ríkisstjórnarinnar.Ráðherrarnir hafa í tíma og ótíma verið að kjafta um það að sennilega væri ekkert svigrúm hjá atvinnulífinu fyrir launahækkanir; þetta sjónarmið var meira að segja sett strax inn í stjórnsarsáttmálann!Þó var niðursveifla efnahagslífsins ekki byrjuð þá en íhaldinu þótti best að setja þetta inn í sáttmálann strax og ekki stóð á KJ að styðja þetta sjónarmið.Þar gekk ekki hnífurinn á milli BB og KJ.Og hefur ekki gert síðan.
Þarna var línan mörkuð og SA hefur fylgt henni dyggilega.Í öðru orðinu segir stjórnin,að atvinnurekendur eigi að semja en í hinu orðinu markar stjórnin stefnuna og leggst gegn kauphækkunum.Stefna BB gildir: Engar kauphækkanir enga hækkun lífeyris.- Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila til funfar nú milli jóla og nýárs en ég á ekki von á,að neitt gerist nema þá það,að fram komi ,að SA bjóði engar launahækkanir en þeir bjóða sennilega viðræður um styttingu vinnutíma og ef til vill um ráðstafanir í húsnæðismálum,sem þeir ætlast til að stjórnin leysi. Sennilega hefði verið skynsamlegra að boða stjórnina til fundar í stað SA enda er SA í skjóli stjórnarinnar.
 
Björgvin Guðmundsson

Berjast fyrir launum skv neysluviðmiði velferðarráðuneytisins!

Þrír verkalýðsforingjar voru í viðtali á Útvarpi Sögu í gærkveldi um kjaramálin og stjórnmálin. Gunnar Smári ræddi við þá.Verkalýðsforingjarnir voru þessir: Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar,Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgissson,formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vilhjálmur sagði,að kröfur verkalýðshreyfingarinnar í kjaradeilunni nú væru rétt nægjanlegar til þess að tryggja verkafólki þau laun,sem velferðarráðuneytið teldi að þurfti til framfærslu samkvæmt neysluviðmiði ráðuneytisins.Árið 2015 hefði KJ, forustumaður flokksins,sem leiddi ríkisstjórnina, barist fyrir nákvæmlega sömu launum.En nú væri talið að nákvæmlega sömu laun mundu setja efnahagslífið í uppnám!
Verkalýðsforingjarnir voru sammála um,að KJ hefði brugðist.Ekki væri staðið við nein kosningaloforð.Verkalýðsforingjarnir voru sammála um að hvika ekki frá þeim launum,sem mundu tryggja verkafólki mannsæmandi laun.
Ég er sammála þeirri stefnu.Ég tel Íslandi til skammar,að lægstu laun á Íslandi skuli í dag vera 235 þús kr á mánuði eftir skatt.Það lifir enginn af þeirri hungurlús.Stjórnvöld berjast gegn því,að .þessi hungurlús hækki og um leið berjast þau gegn því,að lægsti lífeyrir hækki.Stjórnvöld vilja hafa hvort tveggja við fátæktarmörk,við sultarmörk."Róttæki sósialistaflokkurinn " vill í dag halda launum og lífeyri niðri svo flokkurinn fái áfram að vera í stjórn með íhaldinu.Það er gjaldið sem þarf að greiða fyrir hégómann,há laun og hlunnindi!!
 
Björgvin Guðmundsson
 
 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband