Lífeyrir aldraðra:Hungurlús í fyrra-hungurlús nú!

Fyrir rúmu ári um áramótin 2016/2017 hækkaði lífeyrir giftra aldraðra  um 12 þúsund kr eftir skatt,þ.e. hjá þeim sem eingöngu höfðu tekjur frá almannatryggingum.Þetta var 6,5% hækkun eða úr 185 þúsund kr í 197 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Ég kallaði þetta hungurlús,sem skipti engu eða litlu máli.Þetta gerðist skömmu eftir að yfirstéttin hafði tekið sér mörg hundruð þús. kr launahækkanir,t.d. þingmenn 350 þúsund kr launahækkun,eða 45 % hækkun.Nú um síðustu áramót endurtekur sagan sig. Lífeyrir giftra aldraðra er hækkaður um 7 þúsund kr, á mánuði eftir skatt,úr 197 þús, í 204 þús á mánuði, þ.e. hjá þeim,sem hafa eingöngu tekjur frá TR.Þetta er 3,5% hækkun eftir skatt.Þetta er hungurlús eins og áður sem skiptir engu eða litlu máli.Það virðist engu máli skipta þó VG sé komin í stjórnina.Þetta var íhaldsstjórn,hægri stjórn áður og virðist vera íhaldsstjórn,hægri stjórn áfram þó VG sé í stjórninni.Framangreindur lífeyrir aldraðra var við fátæktarmörk og er áfram við fátæktarmörk.Þingmenn hreyfa ekki legg né lið til þess að breyta þessu.Ríkisstjórnin gerir ekkert. 

Björgvin Guðmundsson


Brýnast að bæta kjör þeirra,sem verst standa

 

Hvað er brýnast að gera í íslenskum þjóðmálum í dag.Brýnast er að útrýma fátækt og bæta kjör þeirra,sem lakast standa í íslensku þjóðfélagi í dag.
Það eru 6000 börn,sem búa við fátækt á Íslandi í dag.Það er smánarblettur á íslensku þjóðfelagi.Það þarf strax í dag að ganga í að leysa það mál; ekki setja málið í nefnd eins og ríkisstjórnin ætlar að gera!
Síðan þarf einnig strax að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja.Þeir,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum geta ekki lifað af lífeyrinum frá TR.Giftur aldraður hefur í dag 204 þúsund kr eftir skatt (hefur ekki lífeyrissjóð) Það lifir enginn af þessari upphæð.Lyf og læknishjálp verða útundan; það er mannréttindabrot.Rikisstjórnin ætlar að athuga þetta mál í vor.Það er alltof seint. Það á að leysa það strax í dag með útgáfu bráðabirgðalaga úr því þingmenn þurfa miklu lengra jólafrí en allir aðrir landsmenn. Það þolir enga bið að leiðrétta lífeyrinn.Það verður að gerast strax. Að lokum vil ég nefna lægstu laun .Þau eru einnig óásættanleg og verður að hækka.Þau eru eftir skatt 234 þúsund á mánuði.Ef verkalýðshreyfingin leiðréttir ekki þau laun þarf að setja lög um lágmarkslaun og hækka þessi laun verulega.
Til hvers fór VG í þessa ríkisstjórn? Ekki til þess að leysa þessi brýnu mál,sem hér hafa verið rakin.VG hefur einhverjar aðrar áherslur,sem minna máli skipta.VG hefur ekkert gert til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja það sem af er ,ekki hækkað lífeyrinn um eina krónu.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Árangur Bjartrar framtíðar í samstarfi við íhald: 0; árangur VG með íhaldi:0

Þegar Björt framtíð og Viðreisn gengu til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn gerðu flokkarnir þau mistök,að þeir settu engin skilyrð fyrir stjórnaraðildinni.Þeir settu ekki þau skilyrðu,að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður að ESB og þeir settu ekki það skilyrðu,að kjör aldraðra og öryrkja yrðu bætt verulega.Afleiðing þessara mistaka urðu þau,að hvorugt þessara mála náði fram að ganga í stjórninni og Björt framtíð og Viðreisn fengu engum af helstu stefumálum sínum framgengt.

 Þegar Vinstri græn gengu til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn gerðu þau sömu mistökin.VG setti engin skilyrði fyrir stjórnarsamstarfinu.Þess vegna situr VG nú í stjórn með íhaldinu án þess að koma nokkru af sínum stefnumálum fram.Engin hefðbundin stefnumál VG eru í stjórnarsáttmálannum.

Nýja stjórnin hefur setið í rúman mánuð. En stjórnin hefur ekkert gert fyrir aldraða og öryrkja.Nýja stjórnin hefur ekki hækkað lífeyri þessara aðila um eina krónu.Sú smánarbreyting,sem átti sér stað um áramót á kjörum aldraðra og öryrkja er vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Sigurðar Inga  frá 2016.

Björgvin Guðmundsson


Lífeyrir hækkar minna en lágmarkslaun!!

Nú um áramótin hækkaði lífeyrir aldraðra um 4,7%,ekki vegna aðgerða núverandi ríkisstjórnar heldur vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Sigurðar Inga 2016 í tengslum við ný lög um almannatryggingar.En þessi smánarhækkun er eins og aðrar hækkanir,sem stjórnvöld hafa skammtað öldruðum undanfarin ár, alltof lág og kemur alltof seint.Hún nær ekki einu sinni hækkun  lágmarkslauna verkafólks en sú hækkun  nemur 7,1%. Það er m.ö.o. alltaf verið að níðast á öldruðum,sérstaklega þeim,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum og ná ekki endum saman.Og það heldur áfram þó Vinstri græn séu komin í stjórnina og breytir engu þó VG hafi forsætisráðherrann.Þetta er nákvæmlega sama útkoma og hefði verið hjá íhaldinu einu eða með öðru íhaldi með sér.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Þjóðin hefur ekki efni á að lækka veiðigjöldin; þarf að hækka lífeyri aldraðra

Ríkisstjórnin ráðgerir að lækka veiðigjöld hjá litlum og meðalstórum  útgerðum.Sagt er að afkoman sé erfið hjá þeim.Samkvæmt lögum á þjóðin sjávarauðlindina og útgerðarmenn fá leigð afnot af henni gegn afnotagjaldi (leigu).Það er ekki skattur.Afkoma stærri útgerða hefur hins vegar verið mjög góð undanfarn ár og gróði mikill. Ekki hefur þó verið rætt um að hækka veiðigjöldin hjá þeim.

 Þegar um leigu er að ræða er ekki venjan,að eigandinn lækki leiguna,ef afkoma leigjandans er erfið.Það á ekki heldur að gera það,þegar um leiguafnot sjávarauðlndarinnar er að ræða. Útgerðin hefur lengi notið vildarkjara við afnot sjávarauðlndarinnar.Hún hefur lengst af greitt lágt afnotagjald fyrir afnotin.Auk þess er það valinn hópur útgerðarmanna ,sem fengið hefur að leigja afnot af auðlindinni.

VG hefur talið veiðigjöldin of lág og hefur viljað hækka þau.En fulltrúar flokksins eru ekki fyrr sestir í ráðherrastóla en þeir samþykkja lækkun veiðigjalda!Sennilega að gera það til þess að þóknast samstarfsflokkunum.

Þjóðin hefur ekki efni á slíku.Hún þarf að innheimta fulla og eðlilega leigu fyrir afnotin til þess að geta hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja og byggt fleiri hjúkrunarheimili fyrir aldraða.Verkefnin eru næg.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 

 

 


VG verður að gera betur fyrir aldraða og öryrkja

 

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hækkaði ekki lífeyri aldraðra og öryrkja neitt í jólamánuðinum,ekki um eina krónu.VG var eitt sinn sósialistiskur vinstri flokkur; Með hliðsjón af því hefði verið eðlilegt að ríkisstjórn undir forsæti þess flokks mundi strax í jólamánuðinum  bæta kjör þeirra,sem hefðu um og innan við 200 þúsund á mánuði.En nei.VG hreyfði ekki legg né lið í því efni.Þegar Katrín var gagnrýnd fyrir þetta aðgerðarleysi sagði hún: Við hækkuðum frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra.Og við ætlum að auka niðurgreiðslur á tannlæknakostnaði aldraðra.Og síðan bætti hún því við í áramótaávarpi sínu í gær,að fjármagnstekjuskattur yrði hækkaður úr 20 í 22% ( gerði kröfu um 30%; íhaldið hafnaði því) Þetta er .þunnur þrettándi hjá VG.Hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna gagnast aðeins takmörkuðum hópi aldraðra.Meginreglan er sú,að eftirlaunamenn geti látið af störfum,þegar þeir hafa náð eftirlaunaaldri.Þeir hafa lokið sínu dagsverki fyrir Ísland og eiga rétt á það háum eftirlaunum,að dugi til framfærslu án þess að stunda atvinnu.Mikill hluti eldri borgara hefur ekki heilsu til þess að vera á vinnumarkaðnum.Þeir,sem hafa eingöngu tekjur frá TR, eru flestir í þeim hópi.-Aukin niðurgreiðsla á tannlæknakostnaði aldraðra er margnotað loforð,sem ekki er unnt að nota oftar.Það átti að taka gildi fyrir 10 árum en tannlæknar hundsuðu þá gjaldskrá,sem færa átti öldruðum aukinn afslátt á tannlæknakostnaði.Stjórnvöld vanræktu að sjá til þess að rétta gjaldskráin gilti.Varðandi hækkun fjármagstekjuskatts úr 20 í 22% er það að segja,að sú litla breyting skiptir litlu máli. Veitir aðeins um 2 milljarðs í tekjur..Auk þess er fyrirvari á þessari breytingu varðandi útreikning.Ekki er öruggt,að skatturinn nái 22% þegar upp er staðið..

VG verður að gera betur,ef flokkurinn ætlar bæta hag aldraðra og öryrkja og annarra,sem minna mega sin.

Björgvin Guðmundsson

 


Aldraðir og öryrkjar þurfa kjarabætur strax!

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir hefur þá stefnu,að athuga eigi kjör þeirra,sem verst eru staddir, í vor.Það er of seint.Það verður að gerast strax.Þú biður ekki þá,sem hafa hungurlús til þess að lifa af, að bíða.Lífeyrir þeirra aldraðra og öryrkja,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum er svo lágur,að enginn leið er að lifa af honum.Ríkisstjórninni ber skylda til þess að leiðrétta hann strax; ekki í vor.Sama er að segja um stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi fátæk börn.Ríkisstjórnin ætlar að setja það mál í nefnd!!Það er fáheyrt.Þú setur ekki mál þeirra,sem hafa ekki nóg að borða,í nefnd.Þú leysir það mál strax.

Það á strax að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja í 325 þúsund kr á mánuði eftir skatt hjá einstaklingum (420 þúsund  á mánuði fyrir skatt)Með því að þingið er ekki að störfum verður að gefa út bráðabirgalög.Þetta mál þolir enga bið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband