Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara og öryrkja!

 

Hvað þarf eldri borgari mikið sér til framfærslu? Í dag hefur sá sem  þarf að treysta eingöngu á almannatryggingar, 197 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.(Þeir,sem eru í hjónabandi eða sambúð).Þetta er ekki prenvilla.Lífeyrir þessa fólks nær ekki 200 þúsund kr á mánuði eftir skatt á sama tíma og  sagt er ,að góðæri sé  á Íslandi og meðaltekjur í þjóðférlaginu eru 620 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. 

Miklar launahækkanir sl. 2 ár 

Undanfarin 2 ár hafa orðið gifurlega miklar launahækkanir í landinu.Launafólk,faglært og ófaglært,  hefur fengið hækkanir á bilinu 14,5-55%.Alþingismenn fengu 55% launahækkun á síðasta ári,ráðherrar fengu 44% hækkun og æðstu embættismenn fengu  allt að 48%  hækkun  á síðasta ári,sem  gilti afturvirkt í 18 mánuði! Á meðan þessar miklu hækkanir áttu sér stað voru aldraðir og öryrkjar skildir eftir.Þeir fengu mjög litla hækkun á lífeyri sínum.Um áramótin fengu þeir eldri borgarar,sem nú hafa 197 þúsund krónur á mánuði 12 þúsund króna hækkun á mánuði.Það voru öll ósköpin. 

Lífeyrir dugar ekki fyrir öllum útgjöldum

 Það er engin leið að lifa sómasamlegu lífi af 197 þúsund krónum á mánuði.Húsaleiga hefur stórhækkað svo og allur húsnæðiskostnaður.Algeng húsaleiga fyrir 2ja-3ja herbergja íbúð er í dag 130-200 þúsund kr á mánuði. Þegar búið er að borga húsaleigu,rafmagn og hita er lítið eftir fyrir öllum öðrum útgjöldum,mat,fatnaði,hreinlætisvörum,síma,sjónvarpi og  rekstri tölvu. Erfitt eða ókeift er að reka bíl af þessum lága lífeyri.Ef ekki er um bíl að ræða þarf að borga í strætisvagnagjöld eða annan samgöngukostnað. Lífeyrir er svo naumt skammtaður til aldraðra, að algengt er, að hann dugi ekki fyrir öllum brýnustu útgjöldum.Læknishjálp og lyf verða oftast útundan og stundum matur.Slík meðferð á öldruðum er að sjálfsögðu brot á stjórnarskránni, brot á mannréttindum. 

Naumt skammtað til aldraðra

Hvernig stendur á því,að velferðarlandið Ísland skammtar eldri borgurum svo nauman lífeyri og hér hefur verið lýst? Það er óskiljanlegt.Ráðamenn  tala mikið um það, að efnahagsmálin séu í góðu lag ; góðæri sé mikið. En góðærið hefur alveg farið framhjá eldri borgurum.Lífeyrir á ekki aðeins að duga fyrir brýnustu nauðsynjum; lífeyrir á að duga til þess að aldraðir geti lifað með reisn þetta síðasta skeið ævi sinnar.Þeir þurfa að geta veitt sér eitthvað og gefið barnabörnum sínum jólagjafir og afmælisgjafir. 

Lyfta þarf kjörum aldraðra myndarlega!

Það hefur verið reiknað út, að hin Norðurlöndin verji um það vil 100 milljörðum meira á ári til eldri borgara,öryrkja og velferðarkerfisins  í heild en gert er hér á landi.Þó er hagvöxtur meiri hér en þar og hefur verið um skeið og Ísland er ekki síður ríkt en hin Norðurlöndin, ef til vill ríkara.Hvers vegna eru kjör aldraðra og öryrkja þá svo miklu verri hér en á hinum Norðurlöndunum.Ég tel,að að sé vegna skilningsleysis íslenska stjórnmálamanna á vanda eldri borgara og öryrkja  á Íslandi.Hér þarf að verða breyting á .Það er kominn tími til þess að lyfta kjörum aldraðra og öryrkja myndarlega upp. Ég tel,að lágark fyrir eldri borgara og öryrkja sé 400 þúsund á mánuði fyrir skatt,305 þúsund eftir skatt.Það er engin leið að lifa sómasamlegu lífi af lægri upphæð.

Björgvin Guðmundsson

fyrrverandi borgarfulltrúi

 

Birt í Mbl. 16.feb.2017

www.gudmundsson.net

 

Skerðingar: Hvað skuldar ríkið eldri borgurum mikið?

 Gífurleg viðbrögð hafa verið við grein minni á Facebook um, að málsókn gegn ríkinu væri í undirbúningi vegna skerðinga á tryggingalífeyri þeirra,sem fengju lífeyri úr lífeyrissjóðum.Eldri borgarar og sjóðfélagar í lífeyrissjóðum hafa mikinn áhuga á þessu máli.Flestir eru mjög hlynntir því, að málsókn sé undirbúin en einn og einn vill að kannað verði fyrst hvort stjórnvöld fáist til þess að láta af skerðingum tryggingalífeyris án málaferla. 

Eru málaferli óþörf? 

Eldri borgarar hafa barist fyrir því árum saman, að dregið væri verulega úr skerðingum tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða eða skerðingin afnumin með öllu, sem aldraðir vilja helst.En allt hefur komið fyrir ekki. Eldri borgarar hafa í þessu máli talað fyrir daufum eyrum.Dregið var lítils háttar úr skerðingum um síðustu áramót en um leið var aukin skerðing vegna atvinnutekna.Nú er krafan ekki lengur sú að draga eigi úr skerðingum, heldur að afnema eigi skerðingar.

 Mál þetta kom upp í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust .Þá fór Tryggingastofnun strax að reikna út hvað það mundi kosta stofnunina að afnema skerðingar vegna greiðslna lífeyris úr lífeyrissjóði.Út kom mjög há upphæð,40-50 milljarðar kr. En það hefur ekki verið reiknað út hvað Tryggingastofnun og ríkið hafa sparað mikið á því að skerða tryggingalífeyri eldri borgara vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það eru gífurlega háar upphæðir og strangt til tekið ætti ríkið að greiða eldri borgurum allar þær upphæðir til baka.Það var tekinn lífeyrir,sem við eigum!

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 


ÖLL HÆKKUN ELDRI BORGARA FARIN!

Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavik var í viðtali á Bylgjunni i gærmorgun.Hún ræddi hagsmunamál aldraðra vítt og breytt en hún lætur af formennsku í félaginu á aðalfundi 16.þ.m. eftir 4 ra ára starf.Hún sagði,að hækkun sú,er eldri borgarar fengu á lífeyri sínum um síðustu áramót hefði verið mjög lítil og misjöfn eftir því hvort um einhleypa eða gifta hefði verið að ræða.Hækkunin hjá þeim,sem væru í hjónabandi eða sambúð væri sáralítil. Verst væri þó þegar  til félagsins kæmu eldri borgarar sem segðu,að vegna hækkunar á húsaleigu eða öðrum kostnaðarliðum væri þessi litla hækkun öll farin!Þórunn sagði,að í mörgum tilvikum jaðraði við mannréttindabrot gagnvart eldri borgurum: 3000 eldri borgarar hefðu ekki efni á að kaupa sér heyrnartæki; niðurgreiðslan væri svo lítil, aðeins 50 þúsund krónur á eyra. Þeir verst stæðu meðal eldri borgara væru svo illa staddr að þeir væru eins og útigangar.Þar væri um 200 manns að ræða. ( Þetta er ljótur blettur á velferðarlandinu Íslandi).Þórunn gagnrýndi niðurgreiðsluna á tannlækningum eldri borgara,sem hún sagði,að hefði ekki aukist síðan 2004.Hún gagnrýndi einnig harðlega   skerðingu tryggingalífeyrs vegna fjármagsntekna og vegna fjármagnstekjuskatts en hún sagði,að ekki væri aðeins verið að reikna vexti sem fjármagnstekjur heldur einnig verðbætur.Þórunn sagði,að kannanir hefði leitt í ljós,að eldri borgarar legðu gifurlega mikið til samfélagsins í óbeinum vinnuframlögum,með barnapössun,með því að keyra barnabörnin,með því að sinna veikum börnum,með ýmis konar sjálfboðaliðastarfi og fleira og fleira.

Björgvin Guðmundsson


Aldraðir hafa það enn skítt!

 

 

 

Mikið er rætt um það nú,að kaupmáttur hafi aukist.Stjórnvöld tala um góðan efnahag þjóðarbúsins og afgang á fjárlögum.Hagvöxtur er meiri hér en á hinum Norðurlöndunum.Laun hjá ýmsum stéttum hafa stórhækkað, jafnvel um marga tugi prósenta. En einn hópur hefur setið eftir, þ.e. aldraðir og öryrkjar.Þessir aðilar hafa það enn „skítt“ enda þótt flestir aðrir hafi það betra en áður.Og eyðslan hjá sumum sé komin á flug eins og fyrir hrun (2007).

Hvernig má það vera, að kaup og kjör flestra stétta hækki mikið en aldraðir og öryrkjar sitji eftir.Meðaltals tekjur í landinu voru 620 þúsund krónur á mánuði 2015 fyrir  skatt. En aldraðr,sem eru í hjónaband, hafa 197 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Það er aðeins tæplega þriðjungur af meðaltekjum.

Eyðslan í þjóðfélaginu er komin á flug.Íslendingar ferðast meira en nokkru sinni fyrr.RUV skýrði frá því, að Íslendingar ferðuðust meira til Bandaríkjanna en nokkurt hinna Norðurlandanna.Bílasala er í hámarki.En þrátt fyrir þessa miklu eyðslu hafa Íslendingar ekki efni á þvi að láta öldruðum og öryrkjum í té jafnmikinn lífeyri og þeir fá á hinum Norðurlöndunum.Ég er að tala um þá eldri borgara og öryrkja,sem eingöngu hafa lífeyr frá almannatryggingum.Þeim er skammtað svo naumt,að þeir geta ekki lifað mannsæmandi lífi af þeirri hungurlús.Kominn tími á breytingu.

Björgvin Guðmundsson

 


Eru 197 þúsund krónur á mánuði eftir skatt nógu há mánaðarlaun?

Ég beini máli mínu til alþingismanna.Þeir hafa nýlega fengið kauphækkun.Kaup þeirra hækkaði sl haust upp í 1100 þúsund á mánuði.Það er fyrir utan aukagreiðslur.

Spurning mín til alþingismanna er þessi: Teljið þið,að 197 þúsund krónur á mánuði eftir skatt séu nógu há laun  fyrir aldraðra og öryrkja,sem eingöngu hafa lífeyri frá TR ? Ef svarið er neikvætt skora ég á alþingismenn að flytja strax frumvarp um að þetta verði leiðrétt.Þingmenn úr öllum flokkum geta tekið sig saman um að flytja frumvarp um þessa leiðréttingu.Þetta er ekki flokkspólitískt mál. Þetta er réttlætismál.Það er búið að tala nóg um það,að þingið eigi að vera sjálfstæðara;það eigi að gera sig meira gildandi.Nú er tækifærið.Það á ekki að bíða eftir einhverjum ráðherrum. Þingmenn eiga að taka sig saman og leiðrétta ranglætið.Ef þeir gera það, eru þeir að leiðrétta ranglæti og um leið eykst virðing fyrir alþingi.Þetta þolir enga bið.Þetta verður að gerast strax.

197 þúsund krónur á mánuði gildir fyrir þá eldri borgara,sem eru í hjónabandi eða í sambúð.Einhleypir fá örlítið meira eða 227 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Það er síðan önnur saga,að þarna er verið að mismuna eldri borgurum.Öll mismunun er bönnuð.227 þúsund á mánuði,einnig hungurlús!

Björgvin Guðmundsson

 


Tímaskekkja að torvelda vinnu eldri borgara!

 

 

 

Rætt var um  atvinnuþáttöku eldri borgara í sjónvarpsættinum Hringbraut í gær.Gestir stöðvarinnar voru þeir Jón Steindór Valdimarsson  alþingismaður og Hannes Sigurðsson aðsoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Stjórnandi þáttarins spurði hvers vegna væri verið að banna eða tovelda eldri borgurum að vinna, þegar  þeir væru orðnir 70 ára.Spurt var hvort það væri ekki tímaskekkja. Hannes Sigurðsson sagði, að  á almenna markaðnum væri eldri borgurum ekki bannað að vinna eftir sjötugt.Einstaka fyrirtæki hefðu reglur um starfslok en yfirleitt væri starfsmönnum frjálst að vinna lengur ef þeir hefðu heilsu til þess.Hins vegar giltu þær reglur hjá opinberum starfsmönnum,að þeir yrðu að hætta störfum sjötugir.

Fram kom í þættinum,að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkins og Framsóknar  torveldaði eldri borgurum að vera á vinnumarkaðnum með því að lækka frítekjumark vegna atvinnutekna þeirra  úr 109 þúsund kr á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Ekki er farið að leiðrétta þá skerðingu enn.Ef Viðreisn og Björt framtíð meina eitthvað með þvi að vilja greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara  á að leiðrétta þetta strax og hækka frítekjumarkið á ný til fyrra horfs.Það á ekki að bíða með þessa leiðréttingu í mörg ár.Það er ekki eftir neinu að bíða.Það á að leiðrétta þetta strax,ef vilji er fyrir hendi.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Hæstiréttur hundsar stjórnarskrána!

Hæstiréttur kvað í gær upp dóm í máli öryrkja,sem hafði verið öryrki á hæsta stigi frá því hann lenti í bílslysi 1993.Það var kona.Hún taldi,að stjórnvöld hefðu brotið gegn 76.grein stjórnarskrárinnar um að veita öryrkjum  aðstoð eins og þurfi,þar eð örorkulífeyrir hennar dugi ekki til þess að hún get lifað mannsæmandi lífi.Hún tapaði málinu.

Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins lýsti megnri óánægju með dóm Hæstaréttar.Hún kvað þetta ekki í fyrsta sinn,sem Hæstiréttur hendi máli út úr réttarkerfinu án þess að taka efnislega meðferð til málsins.Hún kvað dómstóla huglausa; þeir þyrðu ekki að stíga inn á svið mannréttinda.Hæstiréttur taldi að löggjafinn hefði sinnt skyldu sinni með því að setja lög um almannatryggingar.

Samkvæmt því væri nóg fyrir Tryggingastofnun að láta öryrkja fá 50 þúsund kr á mánuði.Hæstiréttur teldi það í lagi,þar eð það væri samkvæmnt lögum um almannatryggingar!Þetta stenst ekki.Árið 2000 var kveðinn upp svokallaður öryrkjadómur,sem öryrkjar unnu.Þar var röksemdafærslan svipuð og nú,Ragnar Aðalsteinssin hrl. rak málið fyrir öryrkjann.Hann vann málið. Þetta virðist þá fara eftir því hverjir sitja í Hæstarétti sem dómarar.Öryrkjabandalagið íhugaer nú að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.Það virðist vera eina leiðin. Ekki er unnt að treysta Hæstarétti Íslands.Enda hafa margir dómarar verið skipaðir pólitiskt.

Björgvin Guðmundsson


Lausn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar: Enga nýja peninga í heilbrigðiskerfið!

 

 

 

Þegar rætt var um myndun 5-flokka stjórnar eftir kosnngar var sagt, að fyrst og fremst hefði strandað á  ágreiningi um það  hvar ætti að taka peningana í þau mörgu verkefni, sem þyrfti að ráðast í.VG og Samfylking vildu bjóða upp aflaheimildir og  fá  þannig meiri peninga frá útgerðinni auk þess sem skattar yrðu hækkaðir á þeim,sem hæstar hefðu tekjurnar.  Viðreisn lagðist gegn þessari skattlagningu en hvaðst Þó vija taka meiri peninga af útgerðinni. Bæði Viðreisn og Björt framtíð kváðust í kosningabaráttunni vilja efla heilbrigðiskerfið.Báðir flokkarnir vissu að til þess þurfti að útvega meiri fjármuni. Samt samþykktu  þeir að láta enga nýja peninga í heilbrigðiskerfið eða aðra innviði samfélagsins við myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum! Allt í einu  voru öll fjárhagsvandamál ríkisins gleymd.Viðreisn og Björt framtíð þurftu ekki að hafa áhyggjur af því lengur hvar ætti að fá peninga í heilbrigðiskerfið eða aðra mikilvæga þætti.Lausnin var einföld: Við látum enga nýja peninga i heilbrigðiskerfið.Skítt með kosningaloforðin!

Björgvin Guðmundsson

 


Fötluð börn á vistheimilum beitt ofbeldi!

 

Það hefur vakið mikla athygli,að fötluð börn á Kópavogshæli voru beitt ofbeldi samkvæmt opinberri skýrslu,sem birt hefur verið.Forráðamenn Þroskahjálpar telja,að enn sé ekki nægilegt eftirlit með slíkum heimilum og því geti enn verið pottur brotinn

Í mars 2008 barst forsætisráðuneytinu erindi frá Landssamtökunum Þroskahjálp þar sem farið var fram á sérstaka rannsókn á aðbúnaði fatlaðra barna á stofnunum á vegum opinberra aðila á árum áður. Var þá vistheimilanefnd endurskipuð. Henni var falið að skoða vistun barna á Kópavogshæli á árunum 1952 til 1994.

Börn sættu andlegu og líkamlegu ofbeldi og vanrækslu þegar þau voru vistuð á fullorðinsdeildum á Kópavogshæli á árunum 1952 til 1993. Þetta er niðurstaða Vistheimilanefndar sem skilaði dómsmálaráðherra skýrslu um málið í gær..

Í mars 2007 samþykkti Alþingi lagafrumvarp um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Nefndi kannaði starfsemi vistheimilisins Breiðavík í Rauðasandshreppi, Heyrnleysingjaskólans 1947-1992, vistheimilisins Kumbaravogs 1965-1984 ogskólaheimilisins Bjargs 1965-1967. Þá var skilað áfangaskýrslum um vistheimilin Silungapoll

 

Björgvin Guðmundsson

 


Gylfi Þ.Gíslason

Gylfi Þ.Gíslason hefði orðið 100 ára í dag.Hann var formaður Alþýðuflokksins og einn af merkustu stjórnmálamönnm landsins.Ég kynntist Gylfa mjög vel.

Þegar ég byrjaði að starfa í Alþýðuflokknum 1949 voru þeir Gylfi Þ.Gíslason og Hannibal Valdimarsson merkustu þingmenn Alþýðuflokksins.Þeir börðust gegn aðild Íslands að NATO og voru róttækir í flestum málum.Gylfi var hugmyndafræðingur og skrifaði bók um jafnaðarstefnuna,þar sem lögð var áhersla á þjóðnýtingu og áætlunarbúskap.Hannibal var róttækur verkalýðsleiðtogi,mikill ræðumaður,sem átti auðvelt með að hrífa áheyrendur með sér.Ég leit mjög upp til þessara tveggja manna þegar ég hóf störf í Alþýðuflokknum.Gylfi leiðbeindi okkur ungu mönnunum á stjórnmálanámskeiðum og kenndi okkur allt um jafnaðarstefnuna og helstu hugtök í hagfræði.Ég varð strax mjög hrifinn af Gylfa og með okkur tókst góður vinskapur.Samband  mitt við Hannibal var á annan hátt.Ég starfaði með honum á Alþýðublaðinu og náðum við vel saman þar.( Byggt á Efst á baugi)

Stjórnmálaferill Gylfa var glæsilegur.Hann varð kornungur þingmaður Alþýðufokksins eða 29 ára og ráðherra fyrir Alþýðuflokkinn 39 ára.Hann varð menntamála-og iðnaðarráðherra 1956-1958,iðnaðar-og  viðskiptaráðherrs 1958-1959 og menntamnála-og viðskiptaráðherra 1959-1971.Einnig var hann formaður þingflokks Alþýðuflokksins auk þess sem hann var formaður flokksins.

Gylfi átti stærsta þáttinn í þvi að Ísland gekk i EFTA,Fríverslunarsamtök Evrópu en það ruddi brautina fyrir því að Ísland gæti gengið í EES.Sem menntamálaráðherra beitti Gylfi sér fyrir því að Danir afhentu Íslendingum handritin og það kom i hlut hans að veita þeim viðtöku.Gýlfi átti stóran þátt i því að komið var á viðskiptafrelsi 1960,þegar innflutningsverslunin var gefin frjáls.Gylfi kom   mörgum umbótamálum á sviði mennnngarmála fram.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband