Ímynduð bótasvik: Enginn stjórnmálamaður beðist afsökunar!

Bótasvikum var logið upp á  aldraða og öryrkja, lífeyrisþega 2013.Ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun gáfu  sér, að skoðunarkönnun um bótasvik í sveitarfélögum i Danmörku gilti á Ísland !Þetta er fáheyrt.Samkvæmt dönsku skoðunarkönnuninni áttu bótasvik í Danmörku að vera 3,5 milljarðar á ári.Fulltrúi ríkisendurskoðunar hér sagði,að ef bótasvik væru jafnmikil á Íslandi og samkvæmt dönsku skoðunarkönnuninn væru þau 3,5 milljarðar á ári hér!Vigdís Hauksdóttir sagði á alþingi,að bótasvikin væru 9-10 milljarðar á ári.Hún ýkti töluna verulega.

Helgi Seljan frá kastljósi átti viðtal við Eygljó Harðardóttur fyrrum félagsmálaráðherra til þess að athuga hvort hún teldi,að mistök hefðu verið gerð með því að leggja danska skoðunarkönnun til grundvallar ályktun um bótasvik á Íslandi.Hún fékkst ekki til að viðurkenna nein mistök.Hún baðst ekki afsökunar á þessari framkomu við aldraaða og öryrkja og raunar hefur enginn íslenskur stjórmálamaður beðist afsökunar á þessari framkomu við aldraða og öryrkja.Það er ekki háttur íslenskra stjórnmálamanna að biðjast afsökunar!

Björgvin Guðmundsson

 

 


Brexit: Staða Íslands versnar í Bretlandi!

 

Tim Barrow, sendiherra Bretlands gagnvart Evrópusambandinu, afhenti í gær Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópu, bréf forsætisráðherra Breta sem kveður á um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu.Talið er,að samningaviðræður um úrsögn Breta taki 2 ár.

Úrsögn Bretlands mun veikja Bretland efnahagslega.Þeir geta ekki hafið neina samninga um nýja viðskiptasamninga fyrr en úrsagnarferlinu er lokið.Hætt er við því,að einhver bresk fyrirtæki muni flytja yfir á meginlandið til þess að vera innan ESB og á innri markaðnum.Bretar munu fara af innri markaði ESB við úrsögnina.Þeir halda engum viðskiptafríðindum við ESB nema með nýjum samningum.Þeir verða að gera nýja tvíhliða viðskiptasamninga og þeir verða aldrei eins hagstæðir og þeir samningar,sem felast í ESB og EES.Þá missa þeir einnig öll atvinnuréttindi á markaði ESB og verða að semja um slík réttindi að nýju.

Staða Íslands  versnar einnig í Bretlandi við úr sögnina úr ESB.Öll okkar tollfríðindi og viðskiptafríðindi falla niður við Brexit.Við verðum að semja við Bretland á. Við náum aldrei eins góðum samningum og við nutum samkvæmt EES.En við munum reyna.Við byrjum á byrjunarreit gagnvart Bretum á ný.Meira að segja loftferðasamningar falla úr gildi. Öll réttindi Íslendinga til þess að stunda atvinnu og fyrirtækjarekstur í Bretlandi falla niður og það verður að semja um þetta allt á ný.Það er misskilningur,að halda,að það felist einhver ný tækifæri í því fyrir Ísland,að Bretar gangi úr ESB.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

Réttindi aldraðra skert með einu pennastriki; leiðrétt aftur á 4 árum!

Fyrir síðustu kosningar töluðu margir frambjóðendur um að bæta stöðu aldraðra,þar á meðal að greiða fyrir atvinnuþáttöku þeirra.Fyrrverandi ríkisstjórn skerti frítekjumark aldraðra vegna atvinnutekna með einu pennastriki.Núverandi ríkisstjórn lofaði að leiðrétta þetta aftur.Það er nú komið í ljós hvernig nýja ríkisstjórnin ætlar að leiðrétta þetta: Hún ætlar að gera það í áföngum á 4 árum.Með öðrum orðum:Það sem var afnumið með einu pennastriki verður leiðrétt á ný á 4 árum.Ekki geta þetta talist stórmannlegar aðgerðar til stuðnings öldruðum.Hér vantar greinilega viljann.Ef núverandi ríkisstjórn  vildi virkilega greiða fyrir atvinnuþátttöku aldraðra yrði þetta leiðrétt strax.Það er ekki eftir neinu að bíða.

Björgvin Guðmundsson


Bótasvikum logið upp á íslenska eldri borgara og öryrkja!

Árið 2013 sagði fulltrúi ríkisskattstjóra,að "bótasvik"  aldraðra og öryrkja í kerfi almannatrygginga á Íslandi væru 3,4 milljarðar á ári.Nú hefur verið upplýst,að þetta var rangt.Þessu var logið upp á íslenskt lífeyrisfólk.Byggt var á danskri skoðunarkönnun,ekki rannsókn,heldur skoðunarkönnun  og ríkisendurskoðun og Tryggingastofun gáfu sér síðan ,að bótasvik yrðu eins mikil á Íslandi eins og einhver skoðunarkönnun i  dönskum sveitarfélögum gaf til kynna um bótasvik í Danmörku..Þetta er fáheyrt og það verður að gera þá kröfu til Tryggingastofnunar,að hún biðji aldraða og öryrkja afsökunar á þessari framkomu við þá.-

Andstæðingar almannatrygginga á Íslandi stigu strax í ræðustól á alþingi og áttu ekki nógu sterk orð yfir mikil "bótasvik" Íslendinga.Vigdís Hauksdóttir ýkti upphæðina og talað um  hærri upphæð en danska skoðunarkönunin hafði nefnt og Bjarni Benediktsson fór strax að ræða um bótasvik á Ísland.-Í ljós hefur komið,að bótasvik aldraðra og öryrkja á Íslandi eru lítil sem engin!

Það er stutt síðan upplýst var, að  alþingi og Tryggingastofnun hefðu fyrir mistök tekið 5 milljarða af öldruðum og öryrkum án lagaheimildar,þ.e. í janúar og febrúar 2017.Og þau mistök,sem nú hefur verið upplýst um eru ekki síður alvarleg.Það er erfitt að meta það til fjár,þegar tvær ríkisstofnanir sameinast um að  reyna að hafa æruna af öldruðum og öryrkjum á Íslandi.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Kvótakerfið bitnar á Akranesi!

Hingað til hefur kvótakerfið einkum bitnað á dreifðum sjávarbyggðum víðs vegar um land.En nú bitnar það einnig á Akranesi.Grandi og Haraldur Böðvarsson voru sameinuð 2004 og var látið líta svo út eins og alls staðar þar sem slík sameining hefur átt sér stað,að taka ætti tillit til hagsmuna heimamanna.Þannig var Sturlaugur Sturlaugsson  frá Haraldi Böðvarssyni í  lykilstöðu í byrjun eftir sameinunguna.En það stóð ekki lengi,ekki frekar en annars staðar úti á landi,þar sem stór útgerðarfyrirtæki skilja eftir sig sviðna jörð.Grandi ætlar nú að segja upp 93 manns á Akranesi,einkum konum. Grandi segir,að það sé vegna erfiðleika í botnfiskvinnslu og ætlar að leggja slíka vinnslu af á Akranesi.Erfiðleikar Granda eru þó ekki meiri en það,að félagið ætlar að greiða hluthöfum tæpa 2 milljarða í arð núna.

Grandi hefur verið eitt þeirra sjávarútvegsfyrirtækja,sem grætt hefur á tá og fingri undanfarið.Þetta er því aðeins spurning og stefnu og vilja félagsins.Akranes hjálpaði félaginu um kvóta á sínum tíma.Grandi hefur gleymt því.Grandi virðist telja,að nú sé tímabært að greiða starfseminni á Akranesi náðarhöggið. Grandi hefur haft það gagn af starfseminni á Akranes sem félagið ætlaði sér.

Björgvin Guðmundsson


Þýskur banki fenginn til málamynda við kaup á Búnaðarbanka!

Það virðast engin takmörk fyrir því,sem íslenskir fjárfestar hafa látið sér detta í hug að gera við fjárfestingar í bönkum til þess að blekkja Íslendinga og væntanlega yfirvöld líka.Alþingi skipaði rannsóknarefnd til þess að rannsaka aðkomu þýsks banka að kaupum á Búnaðarbankanum.Um er að ræða þýska bankann,Hauck & Aufhäuser.Niðurstaða rannsóknarnefndar er sú,að aðkoma þýska bankans hafi verið til málamynda.Þýska bankanum var með samningi tryggt skaðleysi af þessm viðskiptum.Aflandsfélag á bresku Jómfrúreyjum var einnig fengið til þess að standa að samningnum.Þessi viðskipti minna furðumikið á viðskiptin nú við sölu a 29% hlut í Arion banka til  vogunarsjóða.Í báðum tilvikum teygja félögin sig til skattaskjóla,annars vegar til Cayman eyja og hins vegar til bresku Jómfrúr eyja.Blekkingarstarfsemi virðist einkenna viðskiptin í báðum tilvikum.- Er ekki kominn tími til þess að Ísland losi sig út úr þessum skattaskjólsviðskiptum, og viðskiptum við vogunarsjóði og  hrægamma.

 

Björgvin Guðmundsson


Viðreisn reynir að blekkja kjósendur!

Í síðustu skoðunarkönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var Viðreisn með 3,1% fylgi og engan þingmann.Forustumenn flokksins lögðu þá hausinn í bleyti og fóru að hugsa hvað þeir gætu gert til þess að breyta stöðunni.Þeim datt helst í hug að reyna að blekkja kjósendur eins og þeir gerðu í kosningabaráttunni.Áhorfendur Stöðvar 2 sáu fyrsta árangur þessarar blekkingarstarfsemi í gærkveldi.Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar kom þá á skjáinn og sagði,að Viðreisn og ríkisstjórnn hefði heilbrigðismálin í forgangi. En þetta var blekking vegna þess,að ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta ekkert nýtt fjármagn í heilbrigismálin á þessu ári; aðeins það fjármagn,sem hagsveiflan  mundi færa.Ef Benedikt hefði komið hreint fram, hefði hann sagt,að ekki væri unnt að láta neitt nýtt fjármagn í heilbrigðismál í ár.En hann lét það ósagt: Hann kaus að blekkja almenning.Slík blekkingarstarfsemi hefnir sín.

Í kosningabaráttunni boðaði Benedikt þjóðaratkvæði um aðildarviðræður að ESB,lækkun vaxta gegnum fastgengi ( myntráð),uppboð aflaheimilda,sem mundi útvega fjármagn til ýmissa greina,sem væru í fjársvelti,bætt kjör aldraðra og bætta möguleika þeirra til þess að vinna.Viðreisn hefur svikið þetta allt.Þess vegna hrynur fylgið af þeim.

 

Björgvin Guðmundsson


Fátækt fólk leitar til hjálparstofnana!

Mikael Torfason rithöfundur var með þátt sinn um fátækt á rás 1 í RUV í gær.Hann heimsótti hjálparstofnanir,Mæðrastyrksnefnd,Fjöldskylduhjálpina og Hjálparstofnun kirkjunnar.Hann hitti bæði fátækt fólk,sem var að leita aðstoðar og sjálfboðaliða ,sem komu til að aðstoða.

Þegar þessar hjálparstofnanir eru heimsóttar kristallast hvernig ástandið er hjá fátæku fólki,þar á meðal hjá öldruðum og öryrkjum sem einungis  hafa lífeyri frá almannatryggingum til framfærslu en sá lífeyrir dugar hvergi nærri.Lífeyrir sá,sem ríkið/TR skammtar öldruðum og öryrkjum,sem verða að treysta eingöngu á TR er 197 þúsund kr -227 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Þetta dugar tæplega fyrir brýnustu nauðsynjum,þannig að ef leita þarf læknis eða leysa út lyf vantar fyrir mat í lok mánaðar og þá verður að leita til hjálparstofnana.Það er ótrúlegt,að ástandið skuli vera þannig á Íslandi í dag,þar sem nógir peningar eru til eins og best sést á því hvernig ausið er háum launum til embættismanna,þingmanna og ráðherra og hvergi er sparað í ríkisrekstri.Meðaltekjur í landinu voru 620 þúsund krónur 2015 en það er verið að skammta öldruðum og öryrkjum,sem treysta á TR,  þriðjung af þessari upphæð.Þetta er íslenskum stjórnvöldum til skammar.

Björgvin Guðmundsson


Skorið niður um 10 milljarða.Skilað aftur 1,2 milljarði!

Nýlega skar ríkisstjórnin samgönguaætlun niður um 10 milljarða.Margir mjög mikilvægir vegir voru skornir niður.Þessi niðurskurður var furðulegur,þegar haft var í huga,að samgönguáætlun var samþykkt með þverpólitísku samkomulagi síðasta haust.Upp hófust mikil mótmæli um allt land og var jafnvel lokað fyrir umferð.Svo mikil var reiðin yfir niðurskurðinum.Nú hefur ríkisstjórnin brugðist við mótmælunum yfir niðurskurðinum.En ekki er viðbragð ríkisstjórnarinnar stórmannlegt.Ríkisstjórnin skar niður 10 milljarða en ætlar að láta 1,2 milljarða til baka.Síðan lætur stjórnin eins og framlag hennar sé stórmerkilegt.Ef einhver manndómur hefði verið í stjórninni hefðu hún átt að halda við samgönguáætlun og afturkall niðurskurðinn.

Björgvin Guðmundsson


Mikil er trú þín kona!

 

 

 

Mikið hefur verið rætt undanfari um kaup vogunarsjóða á Arion banka.Það þótti strax fortryggilegt, að enginn sjóður ætlaði að kaupa meira en 9,99% í bankanum, þar eð þeir sem eiga miinna en 10% í bankanum þurfa ekki að gera grein fyrir sér eða fara í athugun  hjá Fjármálaeftirlitinu .Það jók einnig tortryggnina, þegar í ljós kom,að einn vogunarsjóðurinn  var skráður á Cayman eyjum en það er skattaskjól eins og Tortola.

Nú hafa nokkrir þingmenn gert mikið  úr þvi, að einhverjir vogunarsjóðir, sem eru að kaupa hlut í Arion banka ætli að kaupa stærri hlut í bankanum svo þeim verði skylt að fara í eftirlit hjá Fjármálaeftiritinu.Það getur verið gott,ef um einhverja alvöru athugun verður að ræða.Þegar hrunið varð 2008-2009 svaf Fjármálaeftirlitið og gerði ekkert.Það gerði engar athugasemdir við gegndarlausar lántökur bankanna erlendis og  Seðlabankinn gerði það ekki heldur.Hvort Fjármálaeftirlitið verður meira vakandi nú skal ósagt látið.En ekki mundi ég treysta á það.Og ekki treysti ég einu orði af því sem skattaskjólsvogunarsjóður segir við Fjármálaeftirlitið.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband