Framlög til lífeyristrygginga jukust meira í tíð stjórmar Jóhönnu en í tíð núverandi stjórnar!

Bjarni Benediktsson hefur nú tekið upp sömu áróðurstækni og Sigmundur Davíð í umræðu um velferðarmál; setur fram miklar fullyrðingar og stórar tölur án þess að rökstyðja þær.Þannig reynir hann að sannfæra alþingi um,að  185-207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt sé nóg fyrir aldraða og öryrkja á sama tíma og ráðherrarnir eru með  1 1/2 milljón á mánuði.Athugun á staðtölum Tryggingastofnunar leiðir í ljós,að þrátt fyrir fullyrðingar Bjarna um mikil afrek núverandi stjórnar í velferðarmálum  nær núverandi stjórn ekki einu sinni sama árangri og kreppustjórnin. Framlög til lífeyristrygginga TR jukust á kreppuárunum 2009-2013 um 17 milljarða en í tíð núverandi stjórnar jukust þau um 11,7 milljarða.Í þessu sambandi skiptir engu máli hvað framlög almannatrygginga til ýmissa annarra þátta trygginganna hafa aukist .Aldraðir og öryrkjar hafa áhuga á að vita um þróun elli-og örorkulifeyris en ekki hvað miklu hefur verið ráðstafað i dánarbætur,

sjúkrabætur,endurhæfingarlífeyri,atvinnuleysisbætur,barnalífeyri,mæðralaun,feðralaun,makabætur o.s frv.Bjarni getur lagt saman framlög til allra þessara bóta en það breytir engu í sambandi við afkomu aldraðra og öryrkja.Eftir sem áður hafa þeir aðeins 200 þúsund á mánuði eftir skatt sem dugar ekki til framfærslu.Mikil afrek Bjarna og Sigmundar Davíðs á þessum vettvangi gagnast ekki öldruðum og öryrkjum.Þetta eru reikningskunstir sem hjálpa lífeyrisþegum ekki. Sigmundur Davíð má eiga það,að hann sagði í viðtali við INN að bæta þyrfti kjör aldraðra og 0ryrkja strax.

Fyrir skömmu birti ég tölur sem sýndu að lífeyrir sem hlutfall af lágmarkslaunum eru lægri í tíð núverandi stjórnar en í tíð kreppustjórnarinnar. Það segir mikið.

 

Björgvin Guðmundsson


Ríkisstjórnin hefur svikið stærstu kosningaloforðin! Torveldaði afnám hafta!

Stærstu kosningaloforð stjórnarflokkanna í síðustu kosningum voru að afnema ætti verðtrygginguna og lækka skuldir heimilanna um 300 milljarða,sem teknir yrðu af slitabúum föllnu bankanna.Hvort tveggja hefur verið svikið.Afnám verðtryggingarinnar fór inn í stjórnarsáttmálann og þetta var stærsta kosningaloforð Framsóknar.En þetta loforð var svikið. Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn því að efna þetta loforð. Eins var með hitt stóra loforðið: 300 milljarðarnir skruppu saman í 80 milljarða og komu ekki frá slitabúum föllnu bankanna heldur frá skattgreiðendum! Þetta loforð var því líka svikið.Auk þess hafa stjórnarflokkarnir svikið stóru kosningaloforðin sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum eins og ég hef bent á.

Framsóknarmenn hafa gripið til þess ráðs að reyna að dreifa athyglinni frá sviknum kosningaloforðum með því að hamra á því hve allir hagvísar séu hagstæðir. En það eru stolnar fjaðrir.Þannig tala þeir um mikinn hagvöxt og lága verðbólgu. En þeir sleppa því að minnast á það gífurlega erfiða starf sem ríkisstjórn Jóhönnu vann á því sviði að reisa við efnahagslífið eftir hrunið og afstýra þjóðargjaldþroti.Verðólgan var 20%,þegar ríkisstjórn Jóhönnu tók við. Hún var komin niður í 4,1% 2012.Hagvöxtur var það ár orðinn meiri en í grannlöndum okkar eða 2,6%.Atvinnuleysi hafði stórminnkað og ferðamannastraumur var byrjaður enda setti ríkisstjórn Jóhönnu í gang mikla auglýsingaherferð erlendis,sem skilaði árangri.Skuldir ríkisins voru 220 milljarðar,þegar Jóhanna tók við. Það tókst að greiða þær að mestu upp. Ríkisstjórn Jóhönnu tókst að snúa þróuninni við á skömmum tíma en núverandi ríkisstjórn,einkum Framsókn,eignar sér heiðurinn af því viðreisnarstarfi. Það eru stolnar fjaðrir. Það væri ekki einu sinni unnt að afnema fjármagnshöftin núna,ef sú ríkisstjórn hefði ekki sett lög um að fella  slitabúin undir fjármagnshöftin.Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn greiddu atkvæði með þeim lögum og reyndu þannig að koma í veg fyrir að unnt væri að afnema höftin.Ráðstafanir þær,sem ríkisstjórn Jóhönnu gerði til þess að lækka skuldir heimilanna voru meiri en framlag núverandi stjórnar í því efni.Þar vigtuðu vaxtabætur og sérstakir vaxtaafslættir þungt. Þetta finnur fólk vel nú þegar búið er að afnema vaxtabætur að mestu leyti.

Björgvin Guðmundsson


Stjórnarflokkarnir ætla að svíkja kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!

Ég sagði áður en sumarþing alþingis kom saman,að nú væru síðustu forvöð fyrir stjórnarflokkana að efna kosningaloforð sín við  aldraða og öryrka.En á þessum fáu dögum,sem þingið hefur setið,hefur það komið skýrt í ljós,að stjórnarflokkarni ætla að svíkja þessi kosningaloforð.Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðusflokksins hefur beinlínis skammast út í Eygló Harðrdóttur félagsmálaráðherra fyrir að minnast á það,að hækka þyrfti framlög til aldraðra og öryrkja.Bjarni kallar þetta "ódýrt" útspil hjá Eygló.

Sigurður Ingi forsætisráðherra notar aðra aðferð.Hann segir,að það sé búið að efna öll loforðin!Það er sama aðferðin og Sigmundur Davíð  notaði þar til hann datt út úr stól forsætisráðherra.En eftir það hefur Sigmundur Davíð sagt,að bæta þurfi kjör aldraðra og öryrkja áður en gengið verði til alþingiskosninga.En þeir Sigurður Ingi  og  Bjarni Ben hafa ekki hlustað á Sigmund. Ljóst er,að stjórnin er,að liðast í sundur.

Hvorki leiðtogar ríkisstjórnarnnar né þingmenn stjórnarmeirihlutans,aðrir en Sigmundr Davíð,hafa minnst á það að bæta þurfi kjör aldraðra og öryrkja.Það er því ljóst,að ríkisstjórnin ætlar ekkert að gera í því máli. Stjórnarflokkarnir ætla að svíkja kosningaloforðin við aldraða og öryrkja.

Stærstu loforðin eru tvö: 1) Loforðið um að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans.Þýðir 23% hækkun lífeyris. 2) Loforð Bjarna Benediktssonar í bréfi til eldri borgara um að hann ætlaði að afnema allar tekjutengingar ellilífeyris hjá TR.Þýðir m.a. að hætta að skerða lífeyri TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Bæði þess loforð eru gífurlega mikilvæg fyrir lífeyrisþega. Framkvæmd á fyrra loforðinu þýðir það að  lífeyrir fer í rúmar 300 þúsund krónur á mánuði en  það er sama upphæð og verkafólk hefur samið um að fá.Framkvæmd seinna loforðsins þýðir það,að Tryggingastofnun hættir að láta greipar sópa um lífeyri eldri borgara úr lífeyrissjóðum ( það er ígildi þess) og eldri borgarar geta notið lífeyrissparnaðar  lífeyris í lífeyrissjóðum án skerðingar lífeyris TR á móti.

Það eina sem núverandi ríkisstjórn hefur gert til þess að efna kosningaloforð frá kosningunum 2013 er eftirfarandi: Frítekjumark vegna atvinnutekna var hækkað á ný í 109 þúsund kr á mánuði. Og hætt var að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Hvort tveggja er afturkallað aftur í frumvarpi að almannatryggingalögum: Frítekjumörk afnumin og grunnlífeyrir felldur niður!Það blasir því ekkert við nema svik við aldraða og öryrkja. Þetta eru mestu kosningasvik í sögunni við aldraða og öryrkja og þau bætast við svikin við að afnema verðtrygginguna en það er nú einnig ljóst,að þetta stærsta kosningaloforð Framsóknar verður einnig svikið.Það að banna ákveðnum hópi manna að taka 40 ára verðtryggð lán eru engar efndir á því loforði.Eftir sem áður getur ungt fólk og tekjulágt tekið verðtryggð 40 ára lán og öllum verður eins og áður frjálst að  taka 25 ára verðtryggð lán. Verðtryggingin stendur þvi áfram.Stjórnarflokkarnir svíkja það loforð einnig.

Björgvin Guðmundsson


Ef Eygló flytur ekki tillögu um hækkun lífeyris!

Útspil Helga Hjörvar,formanns þingflokks Samfylkingarinnar, í gær í málefnum aldraðra og öryrkja var mjög gott. Hann skoraði á Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra að flytja tillögu eða frumvarp um hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja með tilvísun til ummmæla hennar um að hún vildi  bæta hag þeirra. Helgi sagði,að minnihlutinn allur á alþingi mundi styðja slíka tilllögu.

Ég veit ekki hve mikill kjarkur Eyglóar er en ef hún flytur ekki slíka tillögu strax tel ég, að Helgi Hjörvar eigi sjálfur að flytja frumvarp um málið og væri þá æskilegt að hann fengi formenn þingflokka annarra minnihlutaflokka á alþingi með sér sem meðflutnngsmenn.Frumvarpið á að gera ráð fyrir 30% hækkun lífeyris þeirra aldraðra og öryrkja sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og hlutfallslega hækkun hjá öðrum lífeyrisþegum.30% hækkun er lágmarkshækkun og hún rétt tæplega jafnar kjaragliðnun alls tímabilsins 2009-2016.Með þeirri hækkun færi lífeyrir í 319 þúsund á mánuði eða nokkurn veginn sömu upphæð og er niðustaða  neyslukönnunar Hagstofunnar.

 

Björgvin Guðmundsson 


Eygló sýndi kjark en fullseint!

 

 Eygló Harðardóttir,félagsmálaráðherra sýndi kjark með því að neita að styðja fjármálaáætlun fjármálaráðherra á alþingi í fyrradag. En kjarkurinn kemur nokkuð seint.Hún hefur haft mörg tækifæri til þess að  taka sjálfstæða afstöðu á öllu kjörtímabilinu.

 Eygló lagðist gegn hækkun og lengingu fæðingarorlofs strax og hún settist í stól ráðherra. Hún dró til baka lög um fæðingarorlof,sem fyrri ríkisstjórn hafði nýsett til stuðnings mæðrum og barnafjölskyldum.

Hún hefur heldur ekki stutt hækkun elli-og örorkulífeyris til jafns við hækkun lágmarkslauna.Hún greiddi atkvæði gegn tillögum þar um fyrir jólin í fyrra og lagðist þá einnig gegn því, að aldraðir og öryrkjar fengju afturvirkar kjarabætur frá 1.mai á því ári enda þótt nær allar stéttir hefðu fengið afturvirkar kjarabætur.

 

Björgvin Guðmundssobn


Fjármálaráðherra heldur niðri framlögum til lífeyrisþega!

Þau tíðindi gerðust á alþingi í gær,að Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra  lýsti því yfir,að hún gæti hvorki stutt fjármálaáætlun né fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021.Sat hún hjá við afgreislu málsins.Gat hún sérstaklega um,að framlög til lífeyrisþega og barnafjölskyldna væru of lág.Þar með hefur það verið staðfest,sem ég hef oft haldið fram,að fjármálaráðherra,Bjarni Benediktsson,hefur haldið framlögum til eldri borgara og öryrkja niðri enda hefur hann beinlínis lýst því á alþingi að hann sé andvígur því að lífeyrir sé hærri en lágmarkslaun.

Ef ekki væru  að koma kosningar hefði félagsmálaráðherra orðið að segja af sér eftir yfirlýsingu gærdagsins og einn varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í gær,að Eygló yrði að segja af sér úr því hún styddi ekki stjórnarmál.En ég reikna með,að Eygló sitji fram að kosningum en það er ljóst,að það er engin samstaða í ríkisstjórninni.Stutt er síðan Eygló skýrði frá því opinberlega,að hún hefði átt í slagsmálum við fjármálaráðherra um ýmis velferðarmál. Það er ekki von,að aldraðir og öryrkjar fái eðlilegar hækkanir þegar fjármálaráðherrann  stendur gegn því.

Það eina,sem fjármálaráðherra passar upp á er,að hinir ríku fái meira þó það sé á kostnað þeirra sem minna hafa.Allar ráðstafanir ráðherrans miða að þessu,þar á meðal síðasta aðgerð hans, ráðstöfun til þess að auðvelda ungu fólki að kaupa íbúðir. Það gagnast engum í dag en gagnast þeim efnameiri meðal ungs fólks eftir 10 ár!Fjármálaráðherrann komst til valda m.a. vegna þess  að hann lofaði eldri borgurum að afnema tekjutengingu ellilífeyris en hann hefur svikið það. Hann á þess vegna að fara frá.

Björgvin Guðmundsson


Sjóðfélagar eiga lífeyrissjóðina,aðrir ekki.Skerðing ekki inni í myndinni.Stenst ekki

Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambands Ísland sagði í sjónvarpsþætti á Hringbraut í gær:Það eiga engir lífeyrissjóðina nema sjóðfélagar sjálfir.Og lífeyrissjóðirnir eiga ekkert nema nokkrar ritvélar; annað er eign sjóðfélaga.Guðmundur sagði ennfremur,að í verkalýðshreyfingunni hefði alltaf verið gengið út frá því,að lífeyrir úr lífeyrissjóðunum yrði viðbót við lífeyri almannatrygginga.Skerðing almannatrygginga vegna lífeyris úr lífeyrissjóðum stenst ekki.

 Ég er 100% sammmála þessu.Það stenst ekki,að einhver samtök eða einhverjir fulltrúar samtaka séu að dragast á það við ríkisvaldið,að að svo og svo mikil skerðing lífeyrir vegna greiðslna úr lífeyrissjóði sé í lagi vegna þess,að hún sé minni en áður. Engin skerðing á rétt á sér  og það mál er ekki samnningsatriði.Þess vegna verður að  afnema alla skerðingu lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og einnig vegna tekna af atvinnu og fjármagni.

Núverandi fjármálaráðherra,formaður Sjálfstæðisflokksins,Bjarni Benediktsson,skrifaði eldri borgurum bréf fyrir kosningar 2013 og lofaði að afnema allar tekjutengingar ellilífeyris í kerf TR.Hann hefur ekkert gert í því máli enn.Bjarni verður að efna þetta kosningaloforð strax,ella getur hann ekki verið í kjöri á ný.Sama gildir um kosningaloforðið,sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf öldruðum vegna kjaragliðnunar krepputímans.Þar lofaði Sjálfstæðisflokkurinn að leiðrétta lífeyri aldraðra þannig,að hann hækkaði í samræmi við hækkun lægstu launa 2009-2013.Við það kosningaloforð verður einnig að standa strax.Tíminn er útrunninn.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Framlög til lífeyristrygginga TR þau sömu 2015 og á kreppuárunum miðað við þjóðarframleiðslu!

 

Stjórnarherrarnir eru að guma af því að þeir hafi aukið framlög mikið til almannatrygginga.En staðreyndir leiða annað í ljós,Framlög til lífeyristrygginga TR sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eru nokkurn veginn þau sömu árið 2015 og þau voru á kreppuárunum í tíð fyrri ríkisstjórnar.Framlög til lífeyristrygginga voru 3,3% af þjóðarframleiðslu árin 2011,2012 og 2013,á kreppuárunum en voru 3,4% árið 2015 eða nokkurn vegin þau sömu.Það fer því lítið fyrir aukningunni sem forsætisráðherra talaði um í upphafi sumarþings.Enda finna aldraðir og öryrkjar það best á eigin skinni hvernig staðan er. Þeir finna enga aukningu.Það er jafnerfitt að komast af á lífeyri almannatrygginga í dag eins og var á kreppuárunum."Góðærið" hefur enn ekki komið til aldraðra og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson


Framlög til lífeyristrygginga TR þau sömu í hlutfalli af þjóðarframleiðslu og á kreppuárunum!

Stjórnarherrarnir eru að guma af því að þeir hafi aukið framlög mikið til almannatrygginga.En staðreyndir leiða annað í ljós,Framlög til lífeyristrygginga TR sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eru nokkurn veginn þau sömu árið 2015 og þau voru á kreppuárunum í tíð fyrri ríkisstjórnar.Framlög til lífeyristrygginga voru 3,3% af þjóðarframleiðslu árin 2011,2012 og 2013,á kreppuárunum en voru 3,4% árið 2015 eða nokkurn vegin þau sömu.Það fer því lítið fyrir aukningunni sem forsætisráðherra talaði um í upphafi sumarþings.Enda finna aldraðir og öryrkjar það best á eigin skinni hvernig staðan er. Þeir finna enga aukningu.Það er jafnerfitt að komast af á lífeyri almannatrygginga í dag eins og var á kreppuárunum."Góðærið" hefur enn ekki komið til aldraðra og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson

 


Sigurður Ingi hefur fallið á prófinu!

Laun forsætisráðherra: 1490.813 kr á mánuði

Sigurður Ingi forsætisráðherra lýsti því yfir í ræðu 17.júní,að enginn ætti að líða skort á Íslandi.Þetta reyndust innan tóm orð hjá honum.Hann hefur ekkert gert til þess að bæta úr þessu.Sigurður Ingi er varaformaður Framsóknarflokksins.Flokkurnn lofaði kjósendum því fyrir kosningar 2013 að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar krepputímans. Hann hefur ekkert gert í þvi heldur.Loforðið hefur verð svikið. Sigurður Ingi hefur því fallið á prófinu.

Sigurður Ingi neitaði öldruðum og öryrkjum um afturvirkar kjarabætur frá 1.mai 2015 við afgreiðslu fjárlaga það ár.Lífeyrir þeirra var og er í kringum 200 þúsund kr á mánuði.Á sama tíma og ríkisstjórn og meirihluta alþingis þótti þetta nóg fyrir aldraða og öryrkja í jólamánuðinum fengu ráðherrar og alþingismenn mikar afturvirkar kauphækkanir,ekki frá 1.mai,nei frá 1.mars!Laun forsætisráðherra hækkuðu þá um rúmar 200 þúsund á mánuði og hann fékk tæpar 2 milljónir í vasann í kaupuppbót rétt fyrir jólin.Ráðherrar,þar á meðal Sigurður Ingi, fengu rúmlega eitt hundrað þúsund króna hækkun á mánuði og tæpa milljón í vasann fyrir jólin.Með alla þessa peninga var ekki von að Sigurður Ingi eða aðrir ráðherrar hefðu skilnng á því fyrir jólin í fyrra,að 200 þúsund á mánuði væri ekki nóg fyrir aldraðra og öryrkja! Enda sagði Sigurður Ingi á alþingi:Það er vont(erfitt) að eiga peninga á Íslandi!Það sagði hann, þegar upp komst um aðild Sigmundar Davíðs að Panamaskjölunum og ljóst var að hann og kona hans áttu mikla peninga í skattaskjólum.

Tveir dagar eru liðnir af sumarþingi. Stjórnarflokkarnir ætla greinilega ekki að efna stóra kosningaloforðið við aldraða og öryrkja ( vegna kjaragliðnunar). Og Sigurður Ingi meinti ekkert með ræðu sinni 17.júni um að enginn ætti að líða skort á Íslandi.Hann gerir ekkert í því máli.Hann féll á prófinu.

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband