Eygló í slag við Bjarna!

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra sagði frá því í viðtali við RUV í gær,að hún hefði staðið í slagmálum undanfarið við Sjálfstæðisflokkinn um framlög til húsnæðismála. Sjálfstæðisflokkurinn (Bjarni Ben) hefði staðið gegn húsnæðisfrumvörpum hennar.Sjálfstæðisflokkurunn vildi heldur lækka skatta á þeim,sem hefðu hærri tekjurnar en að leggja aukin framlög í húsnæðismál,vaxtabætur, og fleiri velferðarmál.Eygló nefndi tölur því til stuðnings að framlög til vaxtabóta hefðu lækkað.

Þess hefur orðið vart áður,að Bjarni Ben fjármálaráðherra hefur stöðvað frumvörp frá Eygló um húsnæðismál en þetta mun vera í fyrsta sinn,sem hún segir opinberlega frá því,að um alvarlegan ágreining sé að ræða milli þeirra ráðherranna.Vonandi hefur hún betur i þessum slag við Bjarna.

En hún minntist ekkert í viðtalinu við RÚV á, að Bjarni hefði lagst gegn auknum framlögunm til aldraðra og öryrkja en Bjarni hefur ekkert verið að leyna afstöðu sinni í þeim málum.Hann hefur sagt það fullum fetum á alþingi,að ekki mætti hækka lífeyri aldraðra og öryrkja þannig,að hann færi upp fyrir lágmarkslaun.Með öðrum orðum ,ef verkalýðshreyfingin stendur sig ekki nógu vel í því að gæta hagsmuna þeirra lægst launuðu á að halda öldruðum og öryrkjum áfram við fátækramörk! Væntanlega styður Eygló ekki þessa fáránlegu afstöðu. En ég saknaði þess að heyra ekki, að Eygló vildi bæta kjör aldraðra og öryrkja.Hún getur ekki lagt fram nýtt frumvarp,sem heldur lífeyri aldraðra og öryrkja óbreyttum,þegar ekki er unnt að lifa af þeim lífeyri.Hún mætt fara í annan slag við Bjarna út af þvi máli.

 

Björgvin Guðmundsson


Tugir milljarða hafðir af öldruðum og öryrkjum!

Árið 1995 var skorið á sjálfvirk tengsl milli lífeyris aldraðra og öryrkja og vikukaups verkafólks (lægstu launa).Fram að þeim tíma hækkaði lífeyrir sjálfvirkt þegar vikukaup verkafólks hækkaði.Ákveðið var í staðinn,að lífeyrir hækkaði í samræmi við launaþróun en þó aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. .Við breytinguna lýstu stjórnvöld víð yfir,að afkoma aldraðra og öryrkja mundi ekki versna við breytinguna hldur jafnvel batna.En það fór á annan veg: Árið 2006 var það reiknað út,að afkoma aldraðra og öryrkja hafði versnað um 40 milljarða vegna breytingarinnar.Frá þeim tíma hefur afkoma aldraðra og öryrkja enn versnað.Alls hefur afkoma aldraðra og öryrkja versnað um 8o milljarða á þessu tímabili öllu miðað við það sem verið hefði,ef sjálfvirk tengsl við vikukaup verkafólks hefðu haldist.Stjórnvöld lýstu því yfr við breytinguna 1995,að aldraðir og öryrkjar mundu ekki skaðast við breytinguna. Stjórnvöld eiga því að bæta öldruðum og öryrkjum tjónið,sem þeir hafa orðið fyrir. Til þess þarf að hækka lífeyri um rúm 30%.Ef stjórnvöld gera það yrðu kjör aldraðra og öryrkja viðunandi. Þau yrðu þá í samræmi við neyslukönnun Hagstofu Íslands en samkvæmt henni á lífeyrir að vera 321 þúsund á mánuði. Það eru öll ósköpin.

 

Björgvin Guðmundsson


Aldraðir fá rukkun frá TR; forstöðumenn ríkisstofnana fá sendar háar ávísanr frá ríkinu!

Margir eldri borgarar hafa haft samband við mig og sagt,að þeir hafi verið að fá háar rukkanir frá Tryggingastofnuna undanfarið.Það gerist á sama tíma og ríkið sendir forstöðumönnm ríkisstofnana og formönnum rikisnefnda háar peningaupphæðir sem uppbætur á laun 19 mánuði aftur í timann,tugi milljóna,allt upp í 32 millj.!

Tryggingastofnun rukkar eldri borgara og öryrkja og segir,að þeir hafi fengið ofgreitt og þess vegna verði þeir að borga til baka.Tekjuáætlun hafi reynst röng. Þeir hafi haft meiri tekjur en áætlað var.

Eldri borgari,sem hefur um 200 þúsund krónur á mánuði,eftir skatt til þess að lifa fyrir, á enga peninga eftir til þess að greiða Tryggingastofnun til baka.Það er því algert reiðarslag fyrir þessa eldri borgara að fá slíkar rukkanir frá Tryggingastofnun.Lífeyrir þessara eldri borgara er slík hungurlús, að hún er ekki til þess að klípa af.Slíkar rukkanir um endurgreiðslur tíðkast ekki á hinum Norðurlöndunum enda engar tekjutengingar þar.- Bjarni Benediktsson lofaði því hátíðlega í bréfi til eldri borgara fyrir síðustu kosningar að afnema allar tekjutengingar eldri borgara hjá TR. Ef hann hefði staðið við það væri ekki verið að senda eldri borgurum og öryrkjum rukkanir þessa dagana.Það bólar ekkert á þvi enn,að hann ætli að efna þetta loforð sitt. Hins vegar var hann með ný loforð í útvarpsþættinum Á Sprengisandi í gær. Þar þóttist hann ætla að leysa öll mál og lofaði öllu fögru enda aftur að koma kosningar!En eldri borgarar taka ekki mark á loforðum manns,sem sveik kosningaloforðin,sem þeim voru gefin fyrir síðustu kosningar.

Þær gífurlegu launahækkanir,sem forstöðumenn ríkisstofnana,formenn ríkisnefnda og æðstu embættismenn ríkisins hafa verið að fá  undanfarið sýna í hnotskurn hvernig þetta þjóðfélag er Á sama tíma er sumum er haldið við hungurmörk. Styrmir Gunnarsson kallaði þetta ógeðslegt þjóðfélag.Mér þóttu þetta stór orð,þegar ég las þau fyrst.En ég held ég taki undir þau í dag.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Ástandið hér hefur ekkert batnað á 13 árum!

 

 

Árið 2003 skrifaði eg eftirfarandi í blaðagrein:

Almennt hafa kjör almennings batnað verulega,þegar litið er yfir langt tímabil. En samt búa stórir hópar fólks í dag við kröpp kjör.Of margir büa undir fátækramörkum.Það,sem er einkum að á Íslandi i dag er þetta: Það er mikil fátækt í landinu .Misskipting hefur stóraukist.Þeir ríku hafa orðið ríkari og þeir fátæku fátækari.Líffeyrir aldraðra og öryrkja frá TR er svo skammarlega lágur ,að hann dugar ekki til framfærslu.Hið sama er að segja um atvinnuleysisbætur.Þær eru svo lágar, að ekki er unnt að lifa af  þeim.Lægstu laun verkafólks eru einnig svo lág, að ekki er unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim.

Þetta gæti verið lýsing á ástandinu í dag.Þessi 13 ára gamla lýsing leiðir í ljós, að íslenskir stjòrnmálamenn eru vanhæfir.Þeir hafa ekkert getað bætt ástandið í íslensku þjóðfélagi á þessum tíma.Að vísu verður að taka fram , að hægri öflin vilja ekki draga ûr misskiptingu.Þvert á móti vinna þau að því að auka hana

 

 

Björgvin Guðmundsson


Aldraðir og öryrkjar eiga að hafa sömu kjör á Íslandi og þeir hafa á hinum Norðurlöndunum

Grunnlífeyrir í Noregi,Danmörku og í Svíþjóð er þrefalt hærri en hér.Og grunnlífeyrir i Bretlandi er einnig þrefalt hærri en hér. Í Finnlandi er grunnlífeyrir rúmlega tvöfalt hærri en hér. Heildarlífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatrygginum er einnig miklu hærri í grannlöndum okkar en hér.Ísland hefur jafnað sig eftir bankahrunið og kreppuna,sem fylgdi í kjölfarið. Kröftugur ferðamannaiðnaður hefur hjálpað okkur mikið í því efni.Það standa því öll rök til þess að við búum okkar eldri borgurum og öryrkjum sömu kjör og þeir njóta i grannlöndum okkar.Ísland hefur efni á því eins og þessi grannlönd okkar að veita öldruðum og öryrkjum sómasamleg lífskjör. Það er kominn tími til,að við rekum af okkur slyðruorðið og hækkun lífeyri aldraðra og öryrkja myndarlega.

Ef við hækkum grunnlífeyri hér upp í það sama og hann er í grannlöndum okkar mundi hann hækka um 80 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt.Það veitir ekki af þeirri hækkun  til þess að koma öldruðum og 0ryrkjum  úr þeirri fátækragildru,sem þeir eru í.Ég er hér að tala um þá,sem fá einungis tekjur frá almannatryggingum.Þeir ættu að hækka um 80 þúsund krónur á mánuði og aðrir eldri borgarar og öryrkjar ættu að hækka hlutfallslega.Þetta er réttlætismál.Þetta er sanngirnismál.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Launahækkanirnar: Fær 32 milljónir í vasann strax!

 

Almenningur er mjög hneykslaður á gífurlegum launahækkunum forstöðumanna ríkisstofnana og nefndaformanna,sem kjararáð ákveð fyrir skömmu.Það er ekki aðeins,að  launin hækki um  allt að 48% á mánuði heldur er hækkunin greidd 19 mánuði aftur í tímann. Umræddir forstöðumenn ríkisstofnana fá því 25-32 milljónir í vasann hver.Fyrir skömmu fengu  æðstu embættismenn stjórnarrrásins svipaðarhækkanir. Eftir hækkunina eru þeir hæstu með 1,7 milljónir á mánuði.

Þetta gerist á sama tíma og stjórnvöld þverskallast við að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja,sem er 185-207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Þeir sem eingöngu hafa þessar tekjur geta ekki dregið fram lífið án aðstoðar ættingja,hjálparstofnana eða annarra.En þrátt fyrir það situr ríkisstjórnin með hendur í skauti og gerir ekkert.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Kjörseðillinn er okkar vopn!

Það verða alþingiskosningar á þessu ári,sennilega í oktober.Það styttist í þær.Eldri borgarar og öryrkjar,sem fá hungurlús í lífeyri til þess að lifa af, spyrja gjarnan hvað sé til ráða,þar eð ráðamenn skella skollaeyrum við óskum þeirra um kjarabætur.Svarið er þetta: Kjörseðillinn er okkar vopn.Launafólk hefur verkfallsrétt. En aldraðir og öryrkjar hafa kjörseðilinn.Hann er þeirra vopn.Það þarf að beita því vopni rétt.

Ég hef sagt það áður,að aldraðir og öryrkjar eiga að kjósa kjarabætur í alþingiskosningunum í oktober.Þeir eiga að kjósa þá frambjóðendur, sem berjast fyrir betri kjörum aldraðra og öryrkja.Til þess að svo megi verða þarf að kynna sér hvað frambjóðendur standa fyrir,hver eru þeirra stefnumál.En raunar er það ekki nóg,þar eð stjórnmálamenn hafa lofað öllu fögru og svikið það.

Þing kemur saman eftir mánuð og þá geta stjórnmálamenn lagt fram tillögur á alþingi um kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum.Það er ekki eftir neinu að bíða. Það hefur dregist nógu lengi að bæta kjör aldraðra og öryrkja viðunandi.Þessa dagana er verið að stórbæta kjör forstöðumanna ríkisstofnana og æðstu embættisanna ríkisins.Það á því að vera auðvelt að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það kostar ríkið sáralítið. Þetta er ekki spurning um peninga. Þetta er spurning um vilja. Það vantar viljann hjá ráðamönnum þjóðarinnar til þess að skapa öldruðum og öryrkjum viðunandi kjör. Geri þeir það ekki á þinginu í næsta mánuði á að gefa þeim frí.

 

Björgvin Guðmundsson


Peningum ausið í alla aðra en aldraða og öryrkja!

Á árinu 2015 varð meðaltalslaunahækkun 14% en margar stéttir fengu miklu meiri launahækkanir.Læknar sömdu um allt að 40% hækkun,nýlæknar fengu 25% hækkun,framhaldsskólakennarar 44%,hjúkrunarfræðingar 23,9,lágmarkslaun verkafólks 14,5%,byrjunarlaun í fiskvinnslu 30% og þannig má áfram telja.En lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3%,þegar launaþróun var sú,sem hér hefur verið lýst.Það var lögbrot.Ég hef margoft lýst því hvernig margar aðrar stéttir fengu afturvirkar launahækkanir í lok árs 2015,þar á meðal ráðherrar en aldraðir og öryrkjar voru skildir eftir.

Og nú kemur ný holskefla mikilla launahækkana,þegar forstöðumenn ýmissa ríkisstofnana fá allt að 48% hækkun launa og afturvirkar í 2 ár.Laun þeirra hækka í 1,3-1,6 millj. á mánuði. Það er aðeins örstutt síðan laun ráðuneytisstjóra voru hækkuð i 1,7 millj.  á   mánuði með innifalinni fastri yfirvinnu og ýmsir aðrir embættismenn ríkisins fengu þá einnig miklar hækkanir.

Verkafólk fékk á ný 6,2% launahækkun 1.janúar sl. en lífeyrir hækkaði þá um 9,7%. Eftir sem áður er lífeyrir aldraðra og öryrkja aðeins um og innan við 200 þúsund á mánuði á meðan ríkið úthlutar öllum framangreindum milljónum til embættismanna sinna og langt aftur í tímann.Ríkið virðist halda að það leysi fjárhagsvanda ríkissjóðs með því að halda lífeyri aldraðra og öryrkja við fátækramörk.

Björgvin Guðmundsson


Svíkja stjórnarflokkarnir kosningaloforðin við aldraða?

 

 

Ekkert bólar á þvi enn, að stjórnarflokkarnir ætli að standa við kosningaloforðin, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum árið 2013, fyrir þingkosningarnar það ár.Það bendir allt til þess, að stjórnarflokkarnir ætli að svíkja þessi kosningaloforð.

Förum yfir málið:

  1. Stjórnarflokkarnir lofuðu að leiðrétta lífeyri aldraðra vegna kjaragliðnunar krepputímans (2009-2013).Með kjaragliðnun er átt við það, að lágmarkslaun hækkuðu miklu meira en lífeyrir.Til þess að leiðrétta gliðnunina þarf að hækka lífeyrinn um 23%. Þessi loforð voru samþykkt á flokksþingum beggja flokkanna.( Sjálfstæðisflokks og Framsóknar)
  2. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og nú fjármálaráðherra lofaði í bréfi til eldri borgara að afnema tekjutengingar ellilifeyris, þ.e. afnema skerðingu lífeyris TR vegna lífeyris úr lífeyrissjóðum,vegna atvinnutekna og vegna fjármagnstekna.
  3. Ný kjaragliðnun hefur átt sér stað 2013-2016. Hækka þarf lífeyri um 10% til þess að jafna hana.Ríkisstjórnin hefur ekki lofað að leiðrétta þessa kjaragliðnun. En það standa sömu rök til þess að það verði gert eins og að leiðrétta eldri kjaragliðnun.Krafan er sú, að þessi kjaragliðnun verði öll leiðrétt.Og það þarf að leiðrétta hana strax,þegar þing kemur saman í næsta mánuði.(Hækka lífeyri um rúmlega 30%).Það munar um það.Það getur skipt sköpum .

 

Björgvin Guðmundsson


Öll nágrannalöndin með betri almannatryggingar en við!

Um skeið hrósuðu Íslendingar sér af því að vera með betri almannatryggingar en nágrannalöndin.En það er löngu liðin tíð. Í dag eru öll nágrannalönd okkar með miklu betri almannatryggingar en við.Til dæmis eru öll norrænu löndin nema Finnland með þrefalt hærri grunnlífeyrir en við og hið sama er að segja um Bretland. Í Finnlandi er grunnlífeyrir tvöfalt hærri en hér.Heildarlífeyrir er einnig miklu hærri í grannlöndunum en hérna. Til dæmis er heildarlífeyrir 70% hærri í Noregi en hérna. Í Noregi fá allir grunnlífeyri án tillits til tekna.Eina skilyrðið er að hafa búið 3 ár í landinu.

Mörg lönd veita eldri borgurum skattfríðindi. Í Noregi er ellílífeyrir skattfrjáls.Það er nokkuð annað en hér,þar sem eldri borgarar mega sæta bæði skattpíningu og skerðingu lífeyris við minnstu tekjur. Ríkið seilist í sparipeninga eldri borgara.Þeir mega ekki eiga nokkrar krónur í banka eftir ævisparnað. Nei þá skerðir ríkið lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna vaxtatekna.Það getur verið varasamt fyrir eldri borgara að skipta um íbúð (minnka við sig).Ef þeir leggja andvirðið i banka á meðan þeir leita að minni íbúð  hrifsar ríkið hluta af aurunum,sem eru í bankanum og senda bakreikning ,ef þetta hefur ekki verið áætlað fyrirfram. Þannig er sama hvar borið er niður. Kerfið er fjandsamlegt eldri borgurum.

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband