Á að skylda lífeyrissjóðina til þess að fjárfesta erlendis?

Háværar raddir eru nú uppi um það í herbúðum ríkisstjórnarinnar að setja eigi gólf á fjárfestingu lífeyrissjóðanna erlendis. Hvað þýðir það? Það þýðir að skylda lífeyrissjóðina til þess að fjárfesta erlendis.Síðast þegar lífeyrissjóðirnir fjárfestu í stórum stíl erlendis töpuðu þeir 500 milljörðum erlendis! Því tapi var velt beint yfir á sjóðfélaga og réttindi þeirra í lífeyrissjóðunum skert.Viljum við það? Ætlar ríkisstjórnin að skylda okkur til þess að fara með lífeyrinn okkar í brask erlendis? Er ekki rétt að leyfa lífeyrissjóðunum sjálfum að ákveða hvar þeir ávaxta sitt fé? Lífeyrissjóðirnir eru ekki neitt sveiflujöfnunartæki fyrir ríkisvaldið vegna þess,að íslenska krónin er ónýt.Vextir erlendis eru nú í lágmarki,niður við 0 % og jafnvel lægri,neikvæðir.Vextir hér eru hins vegar háir. Það er þess vegna rétt fyrir lífeyrissjóðina að flýta sér hægt.Ef til vill eiga þeir fyrst og fremst að ávaxta fjármuni sína innan lands og fara mjög varlega í fjárfestingu erlendis.Það kemur ekki til greina að skylda lífeyrissjóðina til þess að fjárfesta að ákveðnu marki erlendis.Ríkið verður að fara að átta sig á því,að það á ekki lífeyrissjóðina,það hefur látið greipar sópa um sjóðina og skert tryggingalífeyri þeirra,sem fá lífeyri úr sjóðunum og nú vill ríkið ráða því hvar lífeyrissjóðirnir fjárfesta!

 

Björgvin Guðmundsson 

 


Mál gegn ríkinu undirbúið!

Í undirbúningi er nú málsókn gegn ríkinu vegna þess,að eldri borgarar voru skertir um 5 milljarða króna fyrstu 2 mánuði ársins án lagaheimldar. Það er Flokkur fólksins,sem ætlar í mál.Leitar flokkurinn nú að eldri borgara,sem er tilbúinn að vera aðili að málinu.Málið

varðar meint brot TR/ríkisins á lögum nr 100/2007 með síðari breytingum.Viðkomandi eldri borgari þarf ekki að greiða málskostnað en vera í hópi þeirra eldri borgara,sem sæta mikilli skerðingu tryggingalífeyris hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.

Það er mjög gott framtak hjá Flokki fólksins að fara í þetta mál. Það er stöðugt verið að greina frá grófum skerðingum ríkisins/TR á tryggingalífeyri eldri borgara,ef þeir hafa sparað til elliáranna með því að greiða í lífeyrissjóð alla sína starfsævi.Skerðingin fyrstu 2 mánuði ársins er sérmál.

Nú síðast sagði Wilhelm Wessman frá því í viðtali á INN hvernig hann er skertur hjá almannatryggingum.Hann var mjög harðorður um þær skerðingar.

Björgvin Guðmundsson

 

 
 

Eldri borgarar þurfa nýjar baráttuaðferðir!

 

Aldraðir hafa sent stjórnvöldum ályktanir um baráttumál sín gegnum árin. En það hefur lítinn árangur borið. Oftast hafa þessar ályktanir lent í ruslakörfunni.Fulltrúar aldraðra hafa einnig heimsótt ráðamenn og rætt við þá.Kjaranefnd eldri borgara í Reykjavík gerði út sendinefnd í alþingishúsið á fund allra þingflokka sem þar sátu.Það bar nokkurn árangur.Eldri borgarar hafa einnig skrifað baráttugreinar í blöð og tekið þátt í baráttufundum og sjónvarpsdagskrám. En eldri borgurum finnst baráttan ganga hægt.

 

Ég hafði mikla trú á viðræðum við alla þingflokkana og alla stjórnmálaflokka,sem buðu fram fyrir kosningarnr 2013.Flokkarnir tóku kjaranefnd Félags eldri borgara í Rvk vel.Þáverandi stjórnarandstöðuflokkar tóku meira að segja upp i kosningastefnuskrár sínar mörg baráttumál eldri borgara. En allt kom fyrir ekki. Flokkarnir,sem komust í stjórn, sviku öll kosningaloforðin,sem þeir gáfu eldri borgurum fyrir alþingisksningarnar 2013. 

Eftir langa reynslu af því að vinna að kjaramálum eldri borgara er ég kominn á þá skoðun,að valdhafarnir skilji ekkert nema hörku og  harða baráttu.Stjórnvöld skildu 1000 manna baráttufundinn í Háskólabíói og þau létu undan síga vegna hans.Það verður að halda áfram á sömu braut.Og það þarf að fá verkalýðshreyfinguna í lið með eldri borgurum. Og það er komið að málaferlum.Það duga engin vettlingatök lengur.

 

Björgvin Guðmundsson


Útgjöld til eftirlauna: Ísland 5,3%; Danmörk og Svíþjóð 10%

Samanlögð útgjöld ríkis og lífeyrissjóða til eftirlauna nema 5,3% af vergri þjóðarframleiðslu hér á landi en í Danmörku,Svíþjóð,í Hollandi og á Bretlandi eru þessi útgjöld 10%. Fyrirmyndarlandið Ísland er m.ö.o aðeins hálfdrættingur á við samanburðarlöndin.Í viðtali við Wilhelm Wessman á INN kom fram,að þegar litið er eingöngu á útgjöld ríkisins til eftirlauna eru framlögin hér aðeins fjórðungur framlags Danmerkur eða 2% hér miðað við 8% í Danmörku.Það er því sama hvar er borið niður.Ísland rekur alls staðar lestina.Íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki staðið sig.Þeir hafa brugðist íslensku eftirlaunafólki.Kjör þess hafa dregist aftur úr kjörum annarra launamanna á Íslandi og kjör eftirlaunafólks,aldraðra og öryrkja, hafa dregist aftur úr kjörum þessa fólks á hinum Norðurlöndunum.Frammistaða íslenskra stjórnmálamanna er skammarleg. En þeir eru duglegir við að hæla sjálfum sér og tala stanslaust um hvað allir hafi það gott á Íslandi!

Björgvin Guðmundsson


Þetta er eignaupptaka,segir Wilhelm Wessman um skerðingarnar

Wilhelm Wessman fyrrum veitingamaður var í viðtali hjá Birni Inga á Eyjunni,hjá INN um málefni aldraðra.Hann var harðorður um skerðingar ríkisins og TR á lífeyri aldraðra hja almannatryggingum vegna lífeyrissjóða.Hann sagði,að þetta væri hrein eignaupptaka eða rán.Wilhelm sagði,að Tryggingastofnun ríkisins hefði verið stofnuð 1946 og þá hefði verið skýrt tekið fram,að almannatryggingar ættu að vera fyrir alla en ekki nein fátækraframfærsla. En mörgum árum síðar hefði verið talið,að þetta væri ekki nóg og lífeyrissjóðirnir þá verið stofnaðir.Þeir hefðu átt að vera viðbót við almannatryggingar.Hugsunin hefði verið sú,að hluti af launum launafólks rynni í lífeyrissjóð.Ef t.d. hefði verið samið um 10%   kauphækkun hefði ef til vill 7% verið eftir i launaumslaginu,hitt hefði farið í lífeyrissjóð og ef til vill i sjúkrasjoð; ríkið ætti ekkert i þessum peningum. En ríkið væri búið að spyrða þetta allt saman í kerfi sem engnn skildi neitt í.Nefnd á vegum ríkisins hefði verið í 11 ár að endurskoða kerfið og þá hefði komið pínuhækkun um áramót,sem ekkert gagn værí.Enn skildi enginn kerfið og ekki einu sinni alþingismenn.

Wilhelm sagi: Ég er búinn að greiða í 45 ár í lífeyrissjóð og skatta og skyldur þann tíma en samt er ég skertur um 96 þúsund kr á mánuði, fæ lítið úr kerfinu, fæ aðeins að njóta örfárra króna.Slíkar skerðingar tíðkast ekki á hinum Norðurlöndunum.Í eftirlaun fer aðeins 2% af  vergri landsframleiðslu hér á landi; í Hollandi fara 5,8% í eftirlaun,í Danmörku 8%.Áróður um að hér á landi sé besta lífeyriskerfi í heimi stenzt ekki.Það eru ósannindi.Þetta er sett fram til þess að slá ryki á augun á eldri borgurum.Björn Ingi spurði Wilhelm að lokum hvað væri til ráða.Hann svaraði og sagði: Að berjast fyrir sínum kjörum,bættum kjörum og að eldri borgarar þjappi sér saman í baráttunni. Ef það skilar ekki árangri þá að fara í mál við ríkið.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Ellert: vill semja við stjórnvöld um kjör eldri borgara!

Ellert Schram nýkjörinn formaður Félags eldri borgara í Reykjavík var í viðtali á Eyjunni hjá INN í gærkveldi.Hann sagðist vilja eiga samtal við stjórnvöld um kjör eldri borgara,m.ö.o, semja við stjórnvöld um kjörin.Ekki standa í stríði eða hörku.Já,gamla knattspyrnukempan er greinilega farin að eldast.En þetta er góð hugsun hjá Ellert.En ekki eins og ekki sé búið að prufa þetta. Landssamband eldri borgara undir forustu Hauks Ingibergsssonar og Jónu Valgerðar fór þessa leið.Gerði meira að segja samning við Eygló félagsmálaráðherra.Það liggur á borðinu það sem kom út úr því. Að vísu lagði Eygló fram ennþá verri kjör fyrir aldraða en fengust með hörku,með baráttufundi 1000 manna i Háskólabíói.Eygló lagði fram óbreyttan lífeyri fyrir  þá aldraða og öryrkja sem eingöngu hafa lífeyri fra almannatryggingum,þe, 0 krónu hækkun.Það var árangur samtals,samninga.Ólafur Ólafsson samdi einng við Davíð Oddson,þegar hann var forsætisráðherra.Það voru samningar og kaffifundir. En eftirtekjan var frekar rýr.

Því miður hef ég ekki mikla trú á því að Bjarni Benediktsson hafi breytt um skoðun á kjaramálum aldraðra frá þvi fyrir áramót.Ef eitthvað er á hann auðveldara með að meðhöndla Viðreisn og Bjarta framtíð en Framsókn.Það má ef til vill toga út úr ráðherrunum einhverja hungurlús með nokkrum kaffifundum en það verður ekkert sem gagn er í.

Það þarf miklu harðari baráttu fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja. Og verkalýðshreyfingin ein getur tryggt öldruðum nægar kjarabætur.

Björgvin Guðmundsson


Viðreisn og Björt framtíð gera ekkert fyrir eldri borgara!

Ríkisstjórnin hefur nú setið við völd í  3 mánuði.Samt hefur hún ekkert gert í kjaramálum aldraðra og öryrkja.Bæði Viðreisn og Björt framtíð töluðu mikið um það fyrir kosningar,að þessir flokkar vildu bæta stöðu aldraðra og öryrkja.Báðir flokkarnir hafa lykil ráðuneyti í þessum málaflokkum,Björt framtíð heilbrigðisráðherrann og Viðreisn fjármálaráðherrann og félagsmálaráðherrann.En samt gerist ekkert til hagsbóta fyrir aldraða og öryrkja.Viðreisn hefur látið orð falla um,að  bæta þurfi aðstöðu aldraðra til atvinnuþátttöku á ný en samt hefur ekkert verið gert í málinu.Um áramót tóku gildi ný skerðingarákvæði vegna atvinnutekna aldraðra.Áður var frítekjumark vegna atvinnutekna þeirra 109 þúsund krónur á mánuði en það var lækkað í 25 þúsund krónur á mánuði.Viðreisn hefur lofað að leiðrétta þetta á ný.En ekkert hefur gerst í því efni á 3ja mánaða stjórnartíma stjórnarinnar. Nýi félagsmálaráðherrann frá Viðreisn lét orð falla um það,að þetta yrði leiðrétt einhvern tímann á kjörtímabilinu. Af hverju ekki strax. Eftir hverju er verið að bíða.

Þess hefur ekki orðið vart,að Viðreisn eða Björt framtíð ætli að gera eitthvað annað til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Ekkert hefur heyrst í þessum flokkum þó 5 milljarðar hafi verið teknir af öldruðum í heimildarleysi  fyrstu 2 mánuði ársins en alþingi gleymdi að setja ínn lög um almannatryggingar heimild til þess að skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóða.Þessir flokkar virðast ekki hafa áhyggjur af miklum skerðingum tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða almennt.Viðreisn og Björt framtið hafa greinilega sömu stefnu eins og Sjálfstæðisflokkurinn i málefum almannatrygginga.Það,sem þessi flokkar sögðu fyrir kosningar um nauðsyn þess að bæta stöðu aldraðra, hefur verið innihaldslaust kosningablaður.

Björgvin Guðmundsson

 


Verkalýðshreyfingin á að styðja kjarabaráttu aldraðra!

Eldri borgarar hafa engin vopn í kjarabarattu sinni eins og verkalýðshreyfingin hefur.Verkalýðshreyfingin á að styðja kjarabaráttu eldri borgara.Það á að vera jafn sjálfsagt,að verkalýðshreyfingin styðji kjarakröfur eldri borgara eins og að styðja kaupkröfur launafólks.Eldri borgarar hafa verið í verkalýðsfélögum alla sína starfstíð og greitt þar öll sín gjöld.verkalýðsfélgin geta ekki sleppt af   félagsmönnum sínum hendinni um leið og þeir verða 67 ára.Verkalýðsfélögin eiga að berjast áfram fyrir þessa félagsmenn sína þó þeir komist á eftiraunaaldur. Það er krafa eldri borgara.

 

Þegar við Guðmundur H.Garðarsson sátum saman í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík beittum við okkur fyrir því,að leitað yrði samstarfs verkalýðhreyfingarinnar í kjarabaráttu aldraðra. það var samþykkt. Kjaranefnd  Félags eldri borgara í Reykjavík ræddi síðan við Alþýðusamband Íslands,BSRB,VR og formann Eflngar um samstarf.Því miður varð árangur af þessum viðræðum ekki mikill.Verkalýðsfélögin í Reykjavik sýndu ekki nægan áhuga.Hvorki Ólafía Rafnsdóttir fyrrverandi formaður VR né Sigurður Bessason formaður Eflingar sýndu áhuga á málinu.ASÍ tók kjaramál aldraðra upp  við stjórnvöld í einni kjaradeilu en síðan ekki söguna meir.BSRB talaði vel um kjaramál aldraðra en ekkert gerðist.Opinberir starfsmenn hafa sérstök samtök opinberra starfsmanna,sem komnir eru á eftirlaun en þau fá ekki nægan stuðning BSRB.

Hér þarf að verða breyting á. Verkalýðshreyfingin verður að taka málefni eldri borgara upp og berjast af fullum krafti fyrir bættum kjörum eftirlaunafólks innan sinna raða.Neikvæð afstaða stjórnvalda til kjaramála aldraðra hefur leitt í ljós,að eldri borgarar ráða ekki við verkefnið einir.Þeir verða að fá stuðning verkalýðshreyfingarinnar og þeir eiga að fá þann stuðning.

Björgvin Guððmundsson

 

 


Mikil vonbrigði, að vextir skyldu ekki lækka

Mikil vonbrigði hafa orðið í íslensku þjóðfélagi með það,að vextir skyldu  ekki lækka eins og fjármálaráðherrann hafði spáð.Peningastefnunefnd  ákvað, að stýrivextir Seðlabankans skyldu áfram vera 5%. Þetta eru miklu hærri vextir en í grannlöndum okkar en víða þar eru vextir undir 1%.Kostnaður við að taka húsnæðislán í grannlöndum okkar er miklu lægri en hér.Samtök atvinnulífsins hér og einkum útflytjendur gerðu sér miklar vonir um,að vextir mundu lækka vegna afnáms haftanna.Útflytjendur urðu fyrir miklu fjárhagsáfalli í verkfalli sjómanna og stöðug styrking krónunnar hefur skaðað þá mikið einnig.Þeir gerðu sér vonir um,að afnám haftanna mundi gera kleift að lækka vexti.En svo varð ekki. Seðlabankinn bendir á,að þjóðarframleiðsla sé í hámarki og þenslumerki.Bankinn virðist óttast,að vaxtalækkun muni örva framleiðslu enn meira.En mörg dæmi eru einnig um það hér á landi,að atvinnulífið hafi velt háum vöxtum út í verðlagið og þannig hafa háir vextir einnig geta stuðlað að aukinni verðbólgu.

Gengsstyrkingin er orðin svo mikil,að útflutningurinn og atvinnulífið kalla á aðgerðir.Það yrði verra fyrir almenning,ef gengið yrði lækkað af þeim sökum. Betra hefði verið að lækka vextina enda er það líka til hagsbóta fyrir húsbyggjendur.Sterk rök mæla með vaxtalækkun.

Björgvin Guðmundsson


Fylgi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hrapar vegna svikinna loforða!

Fylgi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hrynur í nýrri skoðunarkönnun MMR.Viðreisn fær 5,5% en var með 10,5% í kosningunum.Björt framtíð fær 5% í könnun MMR miðað við 7,2% í kosningunum.Samfylkingin er komin upp fyrir báða þessa flokka,með 8,8% miðað við 5,7% í kosningunum.Báðir þessir flokkar,Viðreisn og Björt framtíð fengu fylgi á fölskum  forsendum frá Samfylkingunni.Ríkisstjórnin hefur einnig hrapað í fylgi frá kosningum; fær 35,9% hjá MMR en var með 47,6% í kosningunum.

Björt framtíð lést vera félagshyggjuflokkur fyrir kosningar, kvaðst vilja bæta kjör aldraðra og öryrkja og efla heilbrigðiskerfið.Flokkurinn hefur svikið hvort tveggja.Í staðinn gerðist flokkurinn hækja Sjálfstæðisflokksins,kom honum til valda. Flokkurinn virðist hafa gleymt því hvers vegna var kosið,þ.e. vegna Panamaskjalanna en Sigmundur Davíð,Bjarni Ben og Ólöf heitin Nordal  voru öll í Panamskjölununum.Þrátt fyrir Panamaskjölin og  orsök kosninganna kom Björt framtíð einum úr Panamaskjölunum,Bjarna Ben, til valda.Viðreisn lofaði einnig að bæta stöðu aldraðra og efla heilbrigðiskerfið.Viðreisn hefur einnig svikið þessi loforð.Flokkurinn þóttist vera hlynntur umbóta-og félagshyggjustjórn fyrir kosningar en það voru látalæti og fals.Það sást best þegar Viðreisn hljóp frá borði í viðræðum um 5-flokka stjórn þó ekki hefði slitnað upp úr viðræðum.Eftir framkomu Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er ekki undarlegt,að fylgi þessara flokka skuli hrapa,þar eð þeir hafa svikið kosningaloforð sín. Menn eru hins vegar vanir því,að Sjálfstæðisflokkurinn svíki kosningaloforðin.Þeir sviku kosningaloforðin, sem þeir gáfu  fyrir kosningar 2013,svo sem að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að ESB og að efnema  verðtrygginguna. Einnig sviku þeir stærstu kosningaloforðin við aldraða og öryrkja.

Viðreisn og Björt framtíð lofuðu því fyrir síðustu kosningar  að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB. Þeir sviku það.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband