Bæta þarf kjörin meira en lögin gera ráð fyrir

 

Í kosningabaráttunni fyrir nýafstaðanar alþingiskosningar sögðu nær allir frambjóðendur að bæta þyrfti kjör aldraðra og öryrkja.Það var óvenjumikið rætt um þessi málefni; frambjóðendur gerðu sér ljóst,að gera þyrfti betur í málefnum aldraðra og öryrkja. Helst voru það talsmenn Sjálfstæðisflokksins,sem ekki ræddu nauðsyn frekari aðgerða fyrir þennan hóp en jafnvel Framsóknarmenn ræddu nauðysn frekari  ráðstafana fyrir aldraðra og öryrjka.

 

Ekki hefur  verið mynduð ný ríkisstjórn enn.En forseti Íslands hefur þegar hafið  viðræður við formenn stjórnmálaflokkanna,sem  eiga fulltrúa á  alþingi til undirbúnings stjórnarmyndun.Það þarf að vera eitt fyrsta verk nýs alþingis og nýrrar ríkisstjórnar að bæta kjör aldraðra og öryrkja meira en ný lög um almannatryggingar gera ráð fyrir.Einkum er staða þeirra lífeyrisþega,sem einungis fá lífeyri frá almannatryggingum óásættanleg ( eins og hún á að verða um áramót). Eldri borgarar í sambúð og hjónabandi eiga að fá 195 þúsund krónur á mánuði eftir skatt og einhleypir að fá 227 þúsund kr á mánuði.Þessar  upphæðir eru svo lágar,að engin leið er að lifa af þeim.Það veldur miklu mikill húsnæðiskostnaður. Þessar upphæðir verða því að hækka verulega. Einnig þarf að draga meira úr skerðingu lífeyris TR vegn greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni.Ný lög  gera ráð fyrir að draga úr skerðingum en hvergi nærri nóg. Stefna á að því að draga enn frekar úr skerðingum.Afnema á sem fyrst skerðingar lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði,þar eð eldri borgarar,sjóðfélagar, eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum.Það á ekki að skerða lífeyri almannatrygginga neitt vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.

Björgvin Guðmundsson


Ríkisstjórnin fallin.Framsókn var refsað!

Úrslit alþingiskosninganna urðu þau,að ríkisstjórnin féll,hlaut 29 þingmenn miðað við 38,sem hún hafði.Ríkisstjórnin segir af sér strax í dag.Framsókn tapaði miklu eða alls 11 þingmönnum.Hlaut 8.Það má því segja,að kjósendur hafi refsað Framsókn,sennilega fyrst og fremst fyrir spillingarmál,þátttöku í skattaskjólum en einnig fyrir svikin kosningaloforð,Viðreisn,Piratar  og Vinstri grænir  voru sigurvegarar kosninganna.Viðreisn hlaut 7 þingmenn við fyrsta framboð,Piratar bættu við  sig 7 þingmönnum og hlutu 10 þingmenn,Vinstri grænir bættu við sig 3 þingmönnum og hlutu 10. þingmenn.Sjálfstæðisflokkurinn vann varnarsigur,bætti við sig 2 þingmönnm,hlaut 21.Flokknum var hvorki refsað fyrir aðild að Panamaskjölunum né fyrir svikin kosningaloforð.Refsingin lenti öll á Framsókn.Umbótablokkin náði ekki meirihluta,hlaut 27 þingmenn en þurfti 32 hið minnsta.Samfylkinginn tapaði miklu fylgi,hlaut 3 þingmenn,tapaði  6,Björt framtíð tapaði 2 þingmönnum,hlaut 4.

Erfitt getur orðið að mynda ríkisstjórn.Viðreisn lýsti því yfir fyrir kosningar,að hún mundi ekki verða 3.hjól undir fráfarandi stjórn.Ef hún stendur við það verður hvorki unnt að mynda hægri né vinstri stjórn; það verður þá að reyna annan möguleika.

Ég er mjög undrandi á því,að Sjálfstæðisflokkurinn skyldu ekki hljóta refsingu kjósenda eins og Framsókn.

 

Björgvin Guðmundsson 


Eflum félagshyggju í dag!

 

Síðustu skoðunarkannanir,sem birtar voru í gær, bentu til þess, að hægri blokkin og félagshyggjublokkin væru nokkurn veginn  jafnstórar,Þá tel ég Viðreisn með hægri flokkunum,Sjálfstæðisflokki og Framsókn.Ég tel verulega hættu á  því,að viðreisn gangi til samstarfs við hægri flokkana um stjórnarsamstarf enda þótt hægri flokkarnir séu  á móti öllum helstu stefnumálum viðreisnar.

Vinstri græn,Samfylking,Björt framtíð og Piratar mynda félagshyggjublokkina.Þessir flokkar eru með svipaðar áherslur í mörgum málum svo sem að vilja fá eðlilegt afgjald fyrir notkun sjávarauðlindarinnar,setja allan fisk á markað og bjóða upp verulegan hluta aflaheimiilda og að nota peningana til þess að endurreisa heilbrigðiskerfið.Heilbrigðisþjónusta á að vera gjaldfrjáls. Þeir hafa einnig svipaða stefnu í málefnum aldraðra og öryrkja.Þessir flokkar telja,að fráfarandi ríkisstjórn hafi  verið ríkisstjórn ríka fólksins; ójöfnuður hefur aukist,veiðigjöldin hafa  verið lækkuð á útgerðinni enda þótt hún græði meira en nokkru sinni fyrr, skattabreytingar hafa verið þeim efnameiri í hag. Þessu vilja félagshyggjuflokkarnir breyta.Stefna þeirra í málefnum aldraðra og öryrkja er svipuð.Þeir vilja hækka lífeyrinn meira og að hann sé aldrei lægri en lágmarkslaun og Samfylkingin vill hækka hann afturvirkt frá 1.mai sl.Lífeyrir á að duga fyrir sómasamlegri framfærslu.Ég skora á aldraða og öryrkja að kjósa félagshyggjuflokkana.Sjálfur ætla ég að kjósa Samfylkinguna.Það er mikið í húfi.Allr þurfa að kjósa.

 

Björgvin Guðmundssson


Nýju lögin: Aldraðir og öryrkjar fá engar kjarabætur á þessu ári! Mega bíða!

Alþingiskosningar eru á morgun.Hver er staðan í málefnum eldri borgara og öryrkja daginn fyrir kosningar? Hún er þessi: Aldraðir og öryrkjar fá engar kjarabætur samkvæmt nýju lögunum á þessu ári,ekki krónu hækkun næstu 2 mánuði.Þeir mega þreyja þorrann.Þrátt fyrir stanslausan áróður ráðherranna um gífurlegar kjarabætur lífeyrisþega,þær mestu um langt árabil gerist ekkert á þessu ári.Lífeyrir þeirra,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og eru í hjónabandi er enn 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt og verður óbreyttur út árið.Það verður fyrst 2017,sem þessir lífeyrisþegar fá þessa gífurlegu hækkun,sem ráðherrarnir boða,5% hækkun  eða 10 þúsund krónur svo lífeyrir þeirra fari í 195 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Við eigum að hrópa húrra fyrir þessu afreki ríkisstjórnarinnar. Hvað skyldu margir þingmenn og ráðherrar stjórnarinnar geta lifað á þessari hungurlús.Sama gildir um einhleypa lífeyrisþega.Þeir fá enga hækkun samkvæmt nýju lögunum á þessu ári.Hungurlúsin þeirra kemur líka 2017 en þá hækkar lífeyrir einhleypra,sem verða að reiða sig á TR,um 9% og hækkar í 227 þúsund eftir skatt.Hvers vegna tóku ekki þessar lítilræðis hækkanir gildi strax eins og gerðist hjá ráðherrum,þingmönnum og embættismönnum og raunar einnig hjá  mörgum launþegum.Það er vegna þess,að Bjarni Ben vildi ekki að lífeyrir færi upp fyrir lágmarkslaun en hann hefur predikað það,að lífeyrir megi aldrei vera hærri en lágmarkslaun.En þetta er villukennning.Í fyrsta lagi eru sem betur fer mjög fáir launþegar á lágmarkslaunum ( lægstu töxtum).Lægstu launin eru pappírslaun.Í öðru lagi er ekkert að því að lægsti lífeyrir sé hærri en lágmarkslaun.Aldraðir eiga það skilið eftir langa starfsævi að fá góð kjör og mega gjarnan vera hærri en lægst launaða verkafólk.Og sama gildir um öryrkja. Þeir hafa misst heilsuna og búa við mjög erfiðar aðstæður og þjóðfélagið á að veita þeim virkilega góð kjör.

Kjararáð ákvað á fundum sínum í júní og júlí sl að hækka laun ýmissa embættismanna ríkisins um tugi prósenta,upp í  29%.Og laun flestra þessara embættismanna voru hækkuð 18 mánuði aftur í tímann.Þetta er ekki prentvilla.Laun þessara embættismanna eru eftir hækkun á bilinu 1,2 -1,6 milljón á mánuði.Áður hef ég skýrt frá því,sð laun ráðherra og þingmanna voru fyrir réttu ári hækkuð afturvirkt í 9 mánuði. En  þegar aldraðir og öryrkjar fá loks hungurlús í hækkun er ákveðið að þeir bíði eftir henni í meira en 2 mánuði.Ef einhver manndómur hefði verið í ríkisstjórninni hefði hún samþykkt að hækkunin hefði tekið gildi strax og ennþá eðlilegra hefði verið að hún hefði gilt afturvirkt frá 1.mai,eins og Samfylkingin leggur til en þá fengu launþegar hækkun. En aldraðir og öryrkjar mega bíða þó yfirstéttin þoli enga bið.-Þetta er því furðulegra,þegar haft er í huga,að samkvæmt kosningaloforði stjórnarflokkanna,sem þeir gáfu lífeyrisþegum 2013, átti lífeyrir að  hækka um rúmlega 56 000 á mánuði strax 2013.Það var svikið. En ríkisstjórnin ætlar ekki einu sinni að láta aldraða og öryrkja fá hluta af þessar hækkun strax heldur fyrst 2017 og síðan eiga lífeyrisþegar að bíða til 2018 til þess að fá afganginn af hækkuninni,sem þeir áttu að fá strax 2o13!!

 

Björgvin Guðmundsson


Ríkisstjórnin gefur okkur það,sem við eigum!

Ríkisstjórnin ætlar að hækka lífeyri aldraðra í hjónbabandi eða  sambúð um 5% eða í 195 þúsund kr á mánuði eftir skatt 2017. (Hafa ekki lífeyrissjóð).Þetta er stórmannlegt,mesta hækkun um langt ábil,segir ríkisstjórnin! En vegna þess, að ríkisstjórnin gerir sér ljóst,að 5% er ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, greip hún til þess ráðs að lofa öldruðum líka að gefa þeim til baka það sem þeir eiga,þ.e. lífeyri úr lífeyrissjóðum.Ríkið,gegnum Tryggingastofnun ríkisins hefur " tekið ófrjálsri hendi" stórar upphæðir úr lífeyrissjóðum eldri borgara,þ.e.lífeyrir eldri borgara hjá Tryggingastofnun hefur verið skertur stórlega vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og það jafngildir að mínu mati eignaupptöku úr lífeyrssjóðunum.Nú ætlar ríkisstjórnin að draga úr skerðingum.Það kalla ég að gefa okkur það,sem við eigum.En það á ekki að draga úr skerðingum.Það á að afnema skerðingar alveg eins og Bjarni Benediktsson lofaði fyrir síðustu kosningar en hefur svikið.Eldri borgarar eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og hann á ekki að valda neinni skerðingu.Það var ekki gert ráð fyrir því,þegar lífeyrissjóðir voru stofnaðir,að þeir mundu valda skerðingu.Þeir áttu að vera viðbót við almannatryggingar.

 

Björgvin Guðmundsson


Stærsta kosningaloforðið frá 2013 svikið!

 

 

 

Stjórnarflokkarnir hafa enn ekki efnt stærsta kosningaloforðið, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningarnar 2013 nú, þegar komið er að kosningum 2016. Hvað var stærsta kosningaloforðið? Jú,báðir stjórnarflokkarnir lofuðu að leiðrétta lífeyri  aldraðra vegna kjaragliðnunar krepputímans. Til þess að standa við þetta loforð þarf að hækka lífeyrinn um 23% eða um 56.580 kr á mánuði fyrir skatt.Það er athyglisvert, að þessi hækkun, efndir á þessu loforði, er nákvæmlega sú hækkun, sem ríkisstjórnin lofar nú að  komi til framkvæmda árið 2018. Samkvæmt kosningaloforðinu á hún að koma til framkvæmda strax og i rauninni áttti hún að koma til framkvæmda strax eftir kosningar 2013  sbr loforð  Sjálfstæðisflokksins.Þessi dráttur á framkvæmd loforðsins hefur kostað aldraða og öryrkja tugi  milljarða kr.

 

Allt bendir til þess, að það hafi aldrei verið ætlun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að efna þetta stóra kosningaloforð. Svo virðist sem það hafi átt að blekkja kjósendur. Engin leið er að vita hvað margir kusu stjórrnarflokkana  út á þetta loforð. Þeir geta verið margir.Ef til vill hefur þetta loforð komið stjórnarflokkunum til valda.Athyglisvert er, að stjórnarflokkarnir hafa aldrei minnst á þetta loforð eftir að þeir komust til valda. En stjórnarflokkarnir gáfu fleiri loforð fyrir kosningar 2013.Þeir lofuðu að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um 6 atriði að ræða. 3 voru afturkölluð en hin 3 hafa ekki verið afturkölluð enn. Auk þess gaf Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mjög stórt kosningaloforð til aldraðra.Hann lofaði að afnema allar tekjutengingar lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum. Hann hefur ekki staðið við það. Ríkisstjórnin leiðrétti útreikning grunnlífeyris en fyrri ríkisstjórn hafði skert hann hjá þeim,sem höfðu mjög háan lífeyri úr lífeyrissjóði. Grunnlífeyrir féll niður hjá þeim, sem voru með 332 þúsund kr og meira á mánuði úr lífeyrissjóði.Þetta var fært til fyrra horfs. Það hrökk skammt til þess að afnema tekjutengingar vegna lífeyris aldraðra. Skerðingar lífeyris voru einnig miklar vegna atvinnutekna og

fjármagnstekna.Samkvæmt loforðinu átti af afnema allar skerðingar. Það loforð var ekki uppfyllt.

 

Ný lög um almannatryggingar,sem samþykkt voru á alþingi,  veita hvergi nærri nægar kjarabætur.Aldraðir i hjónabandi , sem eingöngu hafa lifeyri frá TR eiga að fá 195 þúsund á mánuði eftir skatt 2017. Þetta er svo lágt,að það er til skammar. Einhleypir eldri  borgarar í sömu stöðu eiga að fá 227 þúsund kr á mánuði eftir skatt; einnig skammarlega lágt.

 

Björgvin Guðmundssin viðskipafræðingur

Birt í Fréttablaðinu 27.oktober 2016

 

 


Aldraðir hækka um 5-10%! 10-20 þúsund kr.Ráðherrar hækkuðu um milljón

Talsverðar umræður eru um nýju lögin um almannatryggungar.Reynt er að fegra útkomu lífeyrisþega með því að tala um  hvernig þetta komi út fyrir skatt en  það gefur raunhæfari mynd að líta á útkomuna eftir skatt.Eftir skatt er útkoman þessi:(Hafa ekki lífeyrissjóð)

Í dag fær eldri borgari í hjónabandi eða sambúð 185 þúsund kr   á mánuði. Það fer upp í 195 þúsund kr á mánuði um áramót, hækkar um 10 þúsund kr eða um 5%. Einhleypur eldri borgari fær 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Hann fer upp í 227 þúsund kr á mánuði eftir skatt eða hækkar um 20 þúsund  kr á mánuði eða um 9%.Tölurnar eru  hærri fyrir skatt. En eldri borgarar og öryrkjar,sem eru að berjast við að láta enda ná saman hafa ekkert gagn af útkomunni fyrir skatt.

Margir eldri borgarar hafa skýrt frá reynslu sinni af ráðagerðum rïkisstjórnarinnar um breytingar á almannatryggingum. Ég hef sagt frá reynslu nokkurra þeirra og hún hefur yfirleitt verið á þann veg,að lífeyrir lækkar hjá þeim við lögfestingu nýju laganna.Þannig sagði eldri borgari í Höfn í Hornafirði frá því að vegna nýju laganna mundi tímakaup hans eftir skerðingar og skatta  lækka í 250 kr á tímann.Hann kvaðst ekki ætla að vinna à svo làgu kaupi.Frá þessu var skýrt á Bylgjunni.

En enda þótt eldri borgarar sjálfir hafi þessa sögu að segja er frásögn ráðherranna á annan veg.Þeir telja um stórfelldar hækkanir og met kjarabætur að ræða!! Þannig kemst Bjarni Ben.upp í 90 þúsund króna tekjuhækkun  á mánuði hjá vissum öldruðum, sem hafi viðbótartekjur.Mér sýnist ekki vera tekið tillit til þess i samanburðinum, að  109 þúsund kr frítekjumark er í gildi vegna atvinnutekna.En það lækkar i 25 þús kr á mánuði samkvæmt nýjum lögunm.Við það versnar aðstaða eldri borgara,sem vilja vinna.Það er ekki verið að greiða fyrir því,að eldri borgarar geti verið á vinnumarkaðnum

10-20 þús kr. hækkun hrekkur skammt.Ráðherrarnir fengu tæpa milljón í afturvirka hækkun í fyrra!!

 

Björgvin Guðmundsson


 

 


Hætta verður að pukrast með launin; birta þau

Árið 1961 samþykkti alþingi lög um sömu laun karla og kvenna fyrir sömu vinnu eftir langa baráttu Alþýðuflokksins fyrir málinu.Það er því lögbundið,að laun eigi að vera þau sömu fyrir bæði kynin fyrir sömu vinnu en hvers vegna er ekki farið eftir lögunum? Ég tel,að skýringin sé sú,að það ríkir launaleynd.Á vinnustöðum vita konur ekki nákvæmlega hvað karlar,sem gegna sömu störfum, hafa í laun.Það er opinbert leyndarmál að karlarnir eru yfirleitt alltaf hærra launaðir og sérstaklega í yfirmannsstörfum.Launaleyndin er óþolandi.Það er alltaf verið að pukrast með launin.Það stafar af því að forstjórarnir vilja alltaf vera að hygla ákveðnum starfsmönnum með launahækkunun en það má enginn vita af því. Þessu verður að linna. Það verður að birta öll laun.Þau eiga að vera opinber og þá geta konur alltaf séð hvað karlarnir hafa í laun.Það verður að setja ákvæði um þetta í lög og há viðurlög við því ef út af er brugðið. Það þýðir ekkert að taka með vettlingatökum  á þessu. Ef það heldur áfram næst aldrei launajöfnuður.Fram til þessa hefur hið opinbera lokað augunum fyrir þessum lögbrotum. En það verður að breytast hér og nú.Krafan er alger launajöfnuður karla og kvenna fyrir sömu vinnu.

Björgvin Guðmundsson


Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði 300 þúsund eftir skatt.

 

Nú þegar hillir undir, að  lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki í 300 þúsund kr á mánuði fyrir skatt,þó   ekki fyrr en 2018, er tímabært að huga að því hvort þetta sé nóg fyrir framfærslu og sómasamlegu lífi.Þegar verkalýðshreyfingin setti fram kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun töldu atvinnurekendur þetta fráleita kröfu , hún væri svo há.En það er komið i ljós,að 300 þúsund kr fyrir skatt er hvegi nærri nóg fyrir sómasamlegu lífi.Þetta eru ekki nema 240 þúsund kr,eftir skatt.En frá því þessi krafa var sett fram hefur húsaleiga stórhækkað og er nú svo komið að, engin leið er að fá sæmilega íbúð á leigu á stór- Reykjavíkursvæðinu fyrirt minna en 180-200 þúsund á mánuði.Það er þá lítið eftir fyrir öllum öðrum útgjöldum.Húsaleiga hefur rokið upp m.a. vegna mikils ferðamannastraums. Meirihluti þeirra lífeyrisþega,sem verst eru staddir, búa  í leiguhúsnæði.

 Meðalaun í landinu voru rúmar 600 þúsund kr á mánuði 2015 .Og meðaltalsneysla   einhleypinga  er 321 þúsunmd kr á mánuði eftir skatt.Samkvæmt þessum tölum er ljóst,að  300 þúsund kr á mánuði fyrir skatt er orðið meira en úrelt löngu áður en það kemur til framkvæmda.Nú er tækifæri til þess að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja myndarlega svo mannsbragur sé að.Aldraðir og öryrkjar eiga ekki að þurfa að velta hverri krónu fyrir sér.Þeir eiga að geta lifað með reisn.Það eru nógir peningar í íslensku þjóðfélagi í dag.Íslenska ríklið fær miklar tekjur af erlendum ferðamönnum og sjávaraútvegurinn malar gull en eigandi sjávarauðlindarinnar,þjóðin, fær  hvergi nærri eðlilegan arð af auðlindinni.Því verður að breyta.Nokkrir  útvaldir eiga ekki að stórgræða á auðlind þjóðarinnar án þess að hún fái eðlilegt afgjald fyrir notkunina.

Jafnfram því,sem lífeyrir verði hækkaður meira þarf að afnema eða lækka verulega virðisaukaskatt af lyfjum.Það er hvergi í  Evrópu eins hár virðisaukaskattur af lyfjum og hér. Því verður að breyta. Slík breyting væri mikil kjarabót fyrir aldraðra og öryrkja. Auk þess ætti að hafa lífeyrinn skattfrjálsan. Þannig er það í Noregi. Það er óeðlilegt,að ríkið taki til baka með annarri hendinni það sem það hefur látið með hinni.Það er mikið verk að vinna að bæta lífskjör og aðstöðu lífeyrisþega hér á landi.Nú er tækifærið.

 

Björgvin Guðmundsson


Hvern á að kjósa í þingkosningunum?

Nú eru 5 dagar til þingkosninganna.Ég geri mér vonir um,að þær leiði til þess,að við fáum nýja ríkisstjórn,sem hugsi betur um hag aldraðra og öryrkja,en sú stjórn sem setið hefur frá 2013 og situr enn.Að mínu mati hafa stjórnarflokkarnir,Framsókn og Sjálfstæðisflokkurnn, dæmt sig frá því að taka þátt í nýrri ríkisstjórn vegna svika á kosningaloforðum frá 2013 við aldraða og öryrkja.

Félag eldri borgara í Reykjavík hefur tekið saman yfirlit yfir stefnu stjórnarandstöðuflokkanna í málefnum aldraðra og öryrkja.Yfirlitið fer hér á eftir:

S-listi Samfylkingin.Það verður að hækka lágmarksgreiðslur í almannatryggingakerfinu í takt við það,sem almennt gerist á vinnumarkaði.Höfuðáherslur:Lágmarksgreiðslur verði ekki lægri en 300.000 á mánuði.Afturvirkar hækkanir frá 1.mai(6 mánuði til baka).Sveigjanleg starfslok.Skiljanlegra almannatryggingakerfi.

P-listi Píratar. Afnemum tekjuskerðingar.Afnemum öll skilyrði á borð við fyrirkomulag búsetuforms,hjúskaparstöðu,tekjuskerðingar,tekjutenging-

ar og tímamörk ´lífeyrisbóta og innleiðum þess í stað viðmiðunarfjárhæð,sem telst nægjanleg til framfærslu og mannsæmandi lífs.Heimila skal tekjur meðfram bótum án þess að vera refsað fyrir það.Allir hafi rétt á að bæta aðstæður sínar með eigin athafnasemi.

V-listi Vinstri hreyfingar grænt framboð.Til þess að koma til móts við fjölbreyttar þarfir þessa hóps  þarf fjölbreyttar aðgerðir en þó eru fjórar mikilvægastar til að tryggja samfélagsþátttöku og að eldra fólk eigi þess kost að lifa með reisn.Bæta þarf kjör eldra fólks með  því að hækka lífeyri.Hann fylgi launaþróun og tryggja að engin sé lengur undir fátæktarmörkum.Hækka þarf skattleysismörk ellilífeyris og draga úr tekjutengingum með jöfnuð að leiðarljósi. Sveigjanleg starfslok.Samstarf þarf við vinnumarkaðinn í þvi skyni að gera gangskör að auknum möguleikum á hlutastörfum og sveigjanlegum starfslokum.

A- Björt framtíð leggur ríka áherslu á,að elli-og örorkulífeyrir dugi til framfærslu.Það er með öllu óásættanlegt,að það öryggisnet sem almannatryggingakerfið á að tryggja skuli ekki grípa þá sem verst standa hvort sem það eru ellilífeyrisþegar eða öryrkjar og úr því þarf að bæta strax.Uppbygging heimaþjónustu er eitt af baráttumálum Bjartrar framtíðar og er einn lykilþátturinn í því að bæta lifsgæði aldraðra og draga úr þörf einstaklinganna fyrir dýrari og flóknari úrræði.

Birt verður stefna fleiri framboða síðar.

Það er erfitt fyrir marga að ákveða hvað þeir eigi að kjósa.En ég tel,að núverandi stjórnarflokkar hafi dæmt sig úr leik. Þeir hafa svikið öll veigamestu loforðin,sem .þeir gáfu lífeyrisþegum 2013 og því er ekkert að treysta á ný loforð þeirra. Ég treysti ekkert á þau og ég tel,að þau séu sett fram til þess að blekkja kjósendur.

Björgvin Guðmundsson 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband